siggimus vs the cows
-
Ég veit ekki hvað það segir um hversu oft (ehem) börnin mín fá gos að dóttir mín er farin að safna tómum dósum og taka myndir af sér með þær
-
Ég: Kaupi alvöru sjónvarp *hálft ár* Líka ég: Fer í bústað með litlu sjónvarpi og engu HD:
-
„óboðnu gesti“?!?
-
Vetrarfrí
Við: Hvernig væri að prófa að gera eins og eðlilega fólkið og fara eitthvað í vetrarfríinu? Líka við: Frábær hugmynd. Kannski fengum við hana soldið seint, en jú, frábær hugmynd! Þannig atvikaðist það að við ókum á Egilsstaði í vetrarveðri og appelsínugulri viðvörun í lok október
-
Farið út úr bænum í vetrarfríinu sögðu þau. Það verður gaman, sögðu þau Uppfært daginn eftir: Hefði getað sleppt þessu Stelpurnar eru búnar að moka öllum snjónum á pallinum fram og til baka svona fjórum sinnum
-
Systur
Sjónvarp: *auglýsing fyrir sænsku sjónvarpsþættina Systur 1968* Telma: *hleypur og nær í eitthvað* „Er þetta mynd um þessa bók?“
-
Það besta við að láta skoða bílinn í Tékklandi er að í sjónvarpinu rúllar Bob Ross og kennir okkur að mála
-
Já en þessa dagana eru svalirnar ekkert sérstaklega þurr staður
-
A: „… já en hvernig veistu hvað er best að gera?“ B: „Eðlisávísun!“ A: „Fyrirgefðu, en eðlisávísunin þín er meira svona eins og gúmmítékki“
-
Sól
-
-
Ég: *geng 6 kílómetra og ýti á undan mér barni í kerru* Heilsuúr: 17 skref! Hreyfðu þig, hlussan þín! Ég: *vaska upp í tíu mínútur* Heilsuúr: 1271 skref! Gaur! Svona á að gera þetta! Hér er medalía