Þegar þú fattar kl 16.30 á föstudegi að fresturinn til að skrá dæturnar í sumarfrístund í næstu viku rann út kl 12 á hádegi
Blog
-
-
Texas bluebonnets
Fyrir nokkrum árum kom vinnufélagi, sem býr í Texas til Íslands í vinnuferð og gaf mér hitaplatta.
Hann sýnir mér reglulega myndir sem hann tekur af bluebonnets þegar hann hjólar um: „The state flower of Texas!“
Þetta er lúpína
Texas bluebonnets -
Æ lækid
Æ lækid müvik müvik
Æ lækid müvik müvik
Æ lækid müvik müvik
MÜVIK!
Albert syngur -
Skæri, blað…
Albert: „Eigum við að koma að leika?“
Sandra: „Jájá, hvað eigum við að leika?“
A: *setur krepptan hnefa í opinn lófa* „Skæri, blað, einn!“
-
Albert á vegg
Pabbi: *bendir á mynd* „Hver er þetta?“
Albert: „Albert!“
P: „Má teikna á vegginn?“
A: *hristir höfuðið*
P: „Veistu hver teiknaði þetta?“
A: *hristir höfuðið … horfir niður … lyftir fingri hægt og bendir á sjálfan sig*
Albert á vegg -
Páll Óskar: ???
Markaðsstjóri Ölgerðarinnar: „Þú ert eflaust að velta fyrir þér hvers vegna ég boðaði þig á minn fund, en þannig er mál með vexti að ég er tilbúinn að borga þér skrilljón fyrir samstarf. Syngdu fyrir okkur: „Malt fyrir ástina!““
-
Egg
Þegar fjögurra ára drengur er búinn að fara nokkrum sinnum í ísskápinn að ná sér í egg
-
Má ekki kitla
Albert: „Pabbi, hér stendur að þú mátt ekki kitla tærnar mínar“
Til vinstri er ég, með risaglott á vör og ógurlega langar hendur að kitla saklausar tærnar á ungum og mjög sorgmæddum manni, til hægri -
Sturta niður
Albert finnst gaman að sturta niður. Mjög gaman.
Hann sturtaði niður, starði heillengi niður í skálina, djúpt hugsi
Leit á mig: „Pabbi, hvert fer kúkinn?“
Degi síðar
*Sturtar niður, horfir ofan í skálina*
*Hugsar*
*Kíkir undir (upphengt) klósettið*
*Hugsar*
*Sér að klósettið er fast við vegginn*
*Reynir að kíkja á milli klósetts og veggs*
*Fer fram á gang*
*skilur ekkert – bendir á vegginn frammi*: „Er pissið og kúkinn hér?“
-
Upptekinn
Pabbi: „Jæja, það er kominn háttatími, eigum við að koma upp að bursta?“
Albert: „Ég er uþtekinn“
P: „Nú já?“
S: „Ef maður er uþtekinn þarf ekki að sofa“
-
Hrísgrjónaklattar
Sandra: „Ég ætla að búa til hrísgrjónaklatta“
Pabbi: „Kanntu það?“
S: „Ég sá mömmu gera það í gær“
P: „Hmm?“
S: „Já, þú setur bara egg og hveiti“
P: „Ekki hrísgrjón..?“
S: *nær í hrísgrjónapakka*
P: „Ööööö, þarf ekki að sjóða hrísgrjónin?“
S: *hverfur*
-
Vadda
Dóttir: „Hvernig skrifar maður vadda?“
Pabbi: „Hmm? Hvað þýðir það?“
D: „Ööööö, eins og vadda fökk“