sem foreldri hefur maður stundum áhyggjur af því að bregðast börnum sínum. svona nagandi tilfinningu fyrir því að börnin þurfi að líða fyrir eitthvað sem maður gerir eða gerir ekki
nokkrum sinnum í mánuði er Ance á morgunvakt og ég þarf að koma stelpunum á leikskólann – aleinn og hjálparlaus. hluti af því er að gera hárið á þeim boðlegt
eftir nokkurra mánaða æfingar er ég nokkurnveginn búinn að læra að greiða þeim án þess að nágrannarnir hringi á barnaverndarnefnd, en þegar ég reyni að gera tagl eða tíkó …
í gærmorgun þegar ég þóttist vera búinn, stóð Sandra upp, leit í spegilinn og fór að hágráta: „ÉG VIL EKKI LÍTA ÚT EINS OG TRÖLL!!“
Enn eitt dæmið um það sem ég sagði við konuna um daginn; ef ég segist ætla að gera eitthvað, þá geri ég það. Þú þarft ekki að minna mig á það á sex mánaða fresti…
Light outside! Yet another fine example of what I said to the wife the other day; if I say I’ll do something, I’ll do it. You don’t need to remind me every six months…