Blog

  • Þrjú ár!

    Albert var kominn í háttinn, örþreyttur og grét hástöfum. Lengi.

    Loksins þegar næst eitthvað út úr honum segir hann snöktandi: „Af hverju eru þrjú ár þangað til ég fer í fjórða bekk?!?“

    Pabbi: „Hvað er svona spennandi við fjórða bekk?“

    Albert: „Í fjórða bekk má maður sjálfur strauja perlurnar og þarf ekki að biðja kennarann um það!“

  • Feðradagurinn

    Sandra: „Ég veit að feðradagurinn er eftir 2 daga en ég vildi gefa þér þetta strax!“

  • Bílpróf og Catch-22

    Albert: „En hvernig kemst ég til að taka bílpróf ef ég er ekki með bílpróf? Á ég keyra án þess að kunna að keyra? Á ég taka strætó?“

    Drengurinn er sex ára

  • Ofurhetja

    Þegar þú ert að reyna að bjarga gögnum af síma með svo illa brotinn skjá að það tekur 5 mínútur að opna hann með pinninu í hvert skipti og hálftíma að slökkva á pinninu og svo er ekki hægt að installa smart switch appinu sem færir allt yfir í bráðabirgða símann en einhvernveginn tekst þér það samt og þó það hafi tekið 3 tíma þá kláraðirðu það og þér líður eins og ofurhetju

  • Fran Sisiskó

    Albert: „Þetta er Fran Sisiskó brúin“

    Fran Sisiskó brúin
  • Ekki í búningi

    Þegar þú nennir ekki í búning fyrir hrekkjavökuballið hjá krökkunum

  • 346 þrep

    Gleymdi næstum!

    Við Albert príluðum upp á Úlfarsfell í gær

    (Fyrir áhugasama má geta þess að það eru nákvæmlega 346 þrep á leiðinni upp frá Skarhólabraut)

  • 51

    Sumir segja að þegar maður sé kominn á vissan aldur sé það eina sem sé verra en að eiga afmæli sé að eiga ekki afmæli.

    Ég skil ekkert hvað sumir eru að tala um því það er stórkostlegt að fá svona heimalagaða kveðju frá litlu fólki sem þú tókst þátt í að búa til ???

  • Manstu?

    Pabbi *gleymir sér og talar kjánalega*

    Albert: „Pabbi, manstu hvað ég sagði?“

    það sem hann sagði
  • Gamla settið dröslaðist með Húgó upp á Akrafjall í gær og gægðist heim

  • Kjánalega

    Pabbi *talar kjánalega, eins og milljón sinnum áður*

    Albert: „Pabbi, nennirðu að gera næst svona þegar ég er unglingur?“


    …og 6 dögum síðar…