Þá sjaldan að Albert teiknar kann hann sko að velja myndefnið!
Ghostbusters

Grís

Þá sjaldan að Albert teiknar kann hann sko að velja myndefnið!
Ghostbusters
Grís
Pabbi: *er í svefnrofunum*
Albert: „Eins gott að þetta var bara draumur!“
Pabbi: „Haaa?“
A: *vaknar* „Það var svona niðurfall úti, nema það kom vatn upp úr því. Rosa mikið vatn, alveg tsúnamí. En ég kallaði á krakkana: Þetta er bara draumur! Þetta er bara draumur! Og við vorum að setja allskonar dót fyrir en það kom bara meira vatn. Þá mundi ég hvernig maður stoppar draum. Maður lokar augunum og talar. Og ég lokaði augunum og sagði Eins gott að þetta var bara draumur!“
Rak augun í þetta þegar ég lagði bílnum fyrir utan vinnuna í morgun.
Kvíði því að segja konunni að það ég geti aldrei aftur keyrt þennan bíl
Nýja platan með Limp baguette var að droppa
Vitiði, ég yrði hreint ekki hissa ef minnst yrði á 23. febrúar 2023 í ævisögu Alberts þegar þar að kemur: Albert í Shangri La
Hann fékk semsagt að vera hjá mér í vinnunni í hátt í 2 tíma, sem dugði þó varla til að prófa allt: Það þurfti að smakka kalt vatn með búbblum, heitt kakó og klemmubrauð! Svo þurfti að spila fótbolta við pabba og Cyan, fúsball, pökk, rúlla um og snúa sér í risastórum stól, og hækka og lækka skrifborð, svo fátt eitt sé nefnt.
Ekki nóg með allt þetta, heldur fann hann páskaegg sem hefur verið í felum frá því fyrir páska
Köngulóarmaðurinn hefur klófest bófa og leiðir um hverfið til að sýna unga fólkinu að glæpir borga sig ekki
Svo lengi lærir sem lifir. Í gær vissi ég t.d. ekki að ég á að nota hlífðargleraugu þegar ég meðhöndla þvottaefni í duftformi
Fyrir 7-8 árum átti ég mjög erfitt með að ímynda mér heiminn án Facebook. Núna er það mun auðveldara, enda Fb svo gott sem ónýtt. Það birtast endalust sömu 5-10 póstarnir, helmingurinn auglýsingar. Yfir daginn bætast kannski 10-15 póstar við
Þó ég sé með stillt á að sjá Most recent sé ég reglulega gamla pósta, t.d. 3-4 daga gamlar fréttir um óveður í aðsigi.
Rakst svo á grein(ar) um hvernig græðgi drepur þá sem komast í svona einokunaraðstöðu. Enshittification
Meira frá Cory Doctorow um sama efni:
“Here is how platforms die: first, they are good to their users; then they abuse their users to make things better for their business customers; finally, they abuse those business customers to claw back all the value for themselves. Then, they die.”
Cory Doctorow
“Where others were cautious, Spotify was reckless. It bought popular podcasts and podcast networks, then severely enshittified their programs by locking them inside Spotify’s walled garden. Audience numbers plummeted, demoralizing podcast creators…”
Í gær fór Albert í heimsókn til vinar síns. Þegar ég sótti hann gekk treglega að draga hann út af því að hann var að gera „test“ til að leggja fyrir fimmtuga félaga pabba vinarins, sem sátu í stofunni og spiluðu á spil
(tveir þeirra voru góðir, en einn kvaðst vera vondur)
Albert gengur eitthvað hægt að sofna. Liggur lengi á hliðinni með augun lokuð en snýr sér svo á bakið og starir upp í loft.
Pabbi: „Er eitthvað erfitt að sofna?“
Albert: „Hvað er bókaormur?“
Albert: „Veistu hvernig Albert Einstein dó?“
Pabbi: „Nei! Hvernig?“
A: „Í Squid Game“