Category: social

stuff that’s rehashed from social media

  • Les fyrir Telmu, býð henni góða nótt og sit svo aðeins hjá henni í þögn.

    *sjö mínútur*

    Telma: „Pabbi, af hverju færðu aldrei hiksta?“

    Pabbi: „Ööööö, hvað meinarðu, ég fæ stundum hiksta!“

    T, ásakandi: „Ég hef aldrei séð þig með hiksta!“

  • Fyrir >2.000 árum: Eratosþenes, með prik, rökhugsun og heila: „Hananú! Jörðin er hnöttótt!“

    Í gær: Kjánaprik, með jútjúb og sannfæringu um að það sé gáfaðra en allir hinir: „Jörðin er flöt! Af ástæðum sem meika ekkert sens er verið að ljúga að okkur!“

    https://twitter.com/wonderofscience/status/1171426852340207617
  • Þeim ykkar sem eru í fráhvörfum bendi ég á að bæði titillagið úr Hvolpasveit og sjálft Hvolpasporið eru á Spotify (því miður aðeins á frummálinu)

  • Horfi á Brave með stelpunum og við skemmtum okkur bráðvel þegar það slær mig! Þessi mynd er bara áróður! Á præmtæm á Rúv! Og börnin horfa varnarlaus á!

    Það er verið að normalísera rauðhærða!

  • Citroën með attitjúd

  • Platlaus september

  • Minning

    Fór í Laugarásbíó með félaga mínum. Vorum bara tveir í salnum og verandi unglingar fannst okkur það geggjað fyndið

    Eftir sirka klukkutíma heyrum við kallað úr gatinu þaðan sem myndinni er varpað á tjaldið: „Strákar – viljiði hlé eða eigum við bara að halda áfram?“

  • Urpt

    Í dag kenndi David Attenborough mér orðið „urpt“ ?

  • Pabbi í eldhúsi, talar við sjálfan sig: „Það er nú soldið snemmt, þurfum ekki að borða strax, klukkan er bara 5“

    Albert, sem var djúpt sokkinn í leik frammi í stofu, gargar „Má ég sjá!“ hleypur inn í eldhús, bendir á klukkuna og segir „Já! Klukkan er mínútur 6!“

  • Klukkan er bara fimm

    Pabbi er í eldhúsinu, eitthvað að fást við mat.

    Talar við sjálfan sig, eða muldrar: „Já þetta er nú tilbúið soldið snemma, við þurfum ekki að borða alveg strax, klukkan er bara fimm“

    Albert, sem var frammi í stofu að leika sér í eigin heimi, gargar „Má ég sjá!“ kemur á harða hlaupum inn í eldhús, bendir á veggklukkuna og segir „Já! Klukkan er mínútur sex!“

  • Pabbi: „Sérðu þetta? Langafi þinn bjó þetta til, hann hét Grímur“

    Telma: „Það á ekki að segja hét, heldur heitir!!“

    P: „Nei, maður segir hét af því að hann er dáinn“

    T: „Nei! Ef þú segir hét er eins og hann hafi skipt um nafn!“