Category: social

stuff that’s rehashed from social media

  • Það besta sem gerðist á árinu var að ég fékk gamalmennagleraugu, og nú sé ég Albert í bestu fáanlegu upplausn!

  • Smáblóðmör?

    Þegar hvíta súkkulaðið lætur súkkulaðibitasmákökurnar líta út eins og blóðmör ?

  • Kisa

    Erum að passa kisu

  • Þurrt?

    Eiginkonan: „Finnst þér jólatréð ekki orðið soldið þurrt?“

    Ég: „Nei, er það?”

    Kisan sem við erum að passa: *hnerrar*

    Jólatréð:

  • Keyrum út úr Skeifunni

    Barn: „Hvað er Hreyfill?“

    Pabbi: „Leigubílastöð! Vitiði að einu sinni gerðu þau auglýsingu með símanúmerinu?“ *raular auglýsinguna*

    20 sekúndum síðar:


    Uppfært: ég mundi semsagt ekki eftir neinu nema laginu


    En hef greinilega ekki alltaf munað það…
  • Spurningar og svör

    Börnin fundu þennan kostagrip einhversstaðar í morgun

    Sýnishorn:


    Telma: „Hvaða íslenskur fugl var verðmæt útflutningsvara fyrr á öldum?“

    Pabbi: „Ööööö … geirfuglinn..?“

    T: „Þar sem er þurrt og heitt“


    Telma: „Hvaða sjúkdómur herjaði mjög á sjómenn fyrri tíma vegna skorts á nýmeti?“

    Pabbi: „Skyrbjúgur“

    T: „Það er rétt!“

    P: „Þú færð skyrbjúg ef þú færð ekki nóg c-vítamín“

    T: „Þá þarftu bjúgu og skyr!“

  • Sandra: „Hvað kallarðu fyndna mandarínu?“

    Pabbi: „Veitiggi?!?“

    S: „Brandarínu!“

  • Nokkrar reglur sem Albert, þriggja og hálfs, hefur lært af Laginu um það sem er bannað:

    „Þa má ekki pissa!“

    „Þa má ekki fá tyggjó“

    „Má ekki skoða kall!“

    „Má ekki henda orm í mömmu!“

    „Má ekki hlæja!“

  • Nokkrar reglur sem Albert, þriggja og hálfs, hefur lært af Laginu um það sem er bannað:

    • „Þa má ekki pissa!“
    • „Þa má ekki fá tyggjó“
    • „Má ekki skoða kall!“
    • „Má ekki henda orm í mömmu!“
    • „Má ekki hlæja!“
  • Ananas í dós

    Þetta voru semsagt jólin sem Sandra uppgötvaði ananas í dós

  • Kardemommubær

    Hugleiðingar miðaldra manns sem les Kardemommubæinn fyrir börnin sín, áratugum eftir að hafa séð verkið sjálfur:

    • Það er miklu meira um Tobías en mig minnti
    • Soffía frænka stoppar mjög stutt hjá ræningjunum
    • Allir heita eitthvað, nema bakarinn, pylsugerðarmaðurinn og kona Bastíans bæjarfógeta

    Slæmu fréttirnar: Ég er kominn með Hvar er húfan mín á heilann, og ég kann ekki textann

    PS: Hvernig í ósköpunum á að vera hægt að syngja „seglgarnsspottana“??

    en þessar myndir…


  • sykur

    *Albert aðeins of æstur*

    Pabbi: „Kannski er einhver búinn að fá aðeins of mikið af nammi og sætindum?“

    Sandra: „Er hann með sykursýki?“

    P: „Það er kallað sykursjokk“

    Telma: „Er hann með sykursokk?!“ ?