Category: social

stuff that’s rehashed from social media

  • Minning

    Hyldjúp, óþægilega kunnugleg rödd í símanum biður um Jóhannes Guðnason.

    Ég (ca. 12): „Öööö, það er pabbi, en ég held að hann sé vitlaus Jóhannes!“

    Gvendur Jaki: „Kannski er faðir þinn ekki sá sem ég er að leita að, en ég neita að trúa því að hann sé vitlaus!“


  • Áhugi minn á handbolta fjaraði að mestu út um það leyti sem trúverðugleiki íslensku spádómskýrinnar hrundi

  • Bíó

    Þegar þú spyrð börnin hvort eigi að fara í bíó áður en þú tékkar hvað er í boði …


    … ekki einu sinni Bersi kunni að meta þetta helvíti

  • Spakkedí og hatt

    Pabbi eldar hakk og spaghettí og ber á borð.

    Albert: *byrjar að borða*

    Pabbi: „Stelpur! Komið að borða!“

    A: „Stelpur! Koma borða! Við borða spakkedí og hatt!“

  • „Einhver hafði einhvern tíma rangt fyrir sér. Ergo, þú hefur rangt fyrir þér“ er ekki eins öflug röksemdafærsla og sumir virðast halda

  • Alltaf þegar einhver benti á mig og sagði, „Nei voðalega er hann orðinn stór!!“ svaraði mamma: „Veistu, hann hefur aldrei verið lítill“

    Þegar ég var kannski fimm ára sá mamma mynd af kunnuglegum dreng uppi á vegg á Barnaspítala Hringsins. Hananú?!?? Neinei, bara stærsta barn sem hafði fæðst þar… (24 merkur, 58 cm)

    https://www.ruv.is/frett/eitt-staersta-barn-sem-faedst-hefur-her-a-landi

  • Sandra: „Panda, kross, jólasveinahúfa, og jesúbarnið. Og jésúbarnið gerði snjókarl!“

  • Þriggja og hálfs árs drengur, mögulega skyldur mér: „É var segja brandara leikskólann!“

    Ég: „Núúú? Varstu að segja brandara! Hvaða brandara?“

    Þohádmsm: „Kúkinn var að kúka hausinn“ *bendir á hausinn á sér*

  • Minning

    Fyrir mörgum árum keypti ég plötuna Giant Steps með Boo Radleys. Ég var gersamlega heillaður og hlustaði mikið á diskinn, fannst þeir vera að gera virkilega skemmtilega hluti. Skemmtilegt sánd. Allskonar. Öðruvísi

    Ég er sökker fyrir feitum bassa

    Boo Radley’s – Upon 9th and Fairchild

    Brassið kemur sterkt inn

    Boo Radleys – Lazarus

    Það er alveg hægt að hlusta á þetta ennþá

    Boo Radleys – I’ve Lost the Reason

    Boo Radleys – I Hang Suspended

    Svo fór ég í Kringluna og heyrði lag

    Boo Radleys – Wake Up Boo!

    Þegar rann upp fyrir mér að þetta voru líka Boo Radleys fékk ég óbragð í munninn. Ég gat ekki hlustað á plötuna í tíu ár án þess að finna þetta óbragð.

    Kannast fleiri við að hljómsveit hafi eyðilagt fyrir þeim meistaraverk með nýjum lögum?


    Twitter þráður
  • Snakk með lakkrísbragði: Snakkrís

  • Ég: „Vúpp vúpp! Loksins kominn aftur í vinnuna eftir 14 daga frí!“ *brettir upp ermar* „Nú skal sko unnið!“


    Vinnan: Hey, manstu styttingu vinnuvikunnar? Þú mátt fara heim kortér yfir eitt í dag!

  • Það besta sem gerðist á árinu var að ég fékk gamalmennagleraugu, og nú sé ég Albert í bestu fáanlegu upplausn!