Category: social

  • Afleiðingar

    Í gegnum tíðina hef ég verið varaður við hinum ýmsustu afleiðingum þess að eignast börn. En aldrei nokkurn tímann hefur svo mikið sem ein sála imprað á þeim möguleika að kvöld eitt gæti ég þurft að sitja stjarfur af þreytu að aðstoða barn við að teikna ættartré upp úr Gísla sögu Súrssonar

  • Englar

    í snjónum

  • Út að leika

    Settist niður með Albert til að lesa eftir matinn Dyrabjallan hringir. Sonur nágrannans spyr hvort Albert vilji koma út að leika með sleða Pabbi: „Farðu út, við lesum bara á eftir. Ég vaska upp á meðan“ 2 mínútur Albert: „Pabbi hans spyr hvort þú vilt líka koma út að leika?“

  • Fyrir

    Ööö, það er semsagt komin skýring á því af hverju Sandra hringdi í mig á skólatíma í gærmorgun

  • Óvænt símtal

    Síminn hringir. Sandra Bíddu, klukkan er 8.27! Skólinn er byrjaður?? Hún má ekkert vera í símanum!! Ætli hún sé nokkuð slösuð?!? Hún braut jú tönn fyrir stuttu Pabbi: *hjartað slær hraðar* „Hæ? Er allt í lagi?“ Sandra: „Pabbi, hvað gerirðu í vinnunni þinni?“

  • Sólsetur

  • Hrúturinn Hreinn

  • Nema í bandi

  • Bankar

    íslendingar: íslenskir bankar: okur er ekkert að vanbúnaði

  • Sjónvarp

    Ég: horfi aldrei á sjónvarp Líka ég: Hmmm, kannski er eitthvað skemmtilegt í sjónvarpinu Sjónvarpið:

  • Mistök

    Albert gerir mistök og er leiður Pabbi ræðir við hann um sín eigin mistök: „Veistu, það er enginn sem hefur aldrei gert mistök“ Albert: „Jú, nýfætt barn!“

  • Minning

    Í maí 2001 hafði úkraínskur rithöfundur samband við mig á ICQ. Hann sagðist vera að skrifa skáldsögu þar sem fyrir kæmu englar, og bað mig að hjálpa sér því það kom aldrei annað til greina en að englarnir töluðu íslensku Auðvitað sagði ég já, en því miður heyrði ég ekki aftur í honum