Ance: „…taka hana opnum ormum … nei, bíddu, það á ekki að segja þetta svona..?“
Category: social
stuff that’s rehashed from social media
-
Frábært
Albert: „Ég setti diskinn í vaskinn!“
Pabbi: „Frábært!“
A: „Þú segir alltaf Frábært! Eða obbsíbobb!“
-
Aðskilnaðarkvíði
Ég er ekki að segja að Húgó sé með aðskilnaðarkvíða, en hann vælir þegar nágranninn fer að heiman…
-
Hér fer forgörðum kjörið tækifæri til að búa til orðið „skúdd“
Mynd af Teslu Model 3 með hið nýja fyrirbæri, „skúdd“ -
Buddy
Dóttir byrjar að horfa á Air Bud
*5 mínútur af djöfulgangi þar sem allt gengur á afturfótunum hjá trúðnum sem á Buddy*
Albert: „VILJIÐI SLÖKKVA Á ÞESSU!! ÞETTA ER MJÖG SORGLEGT!!!“
-
Í stríði við Karíus og Baktus
Burstum tennur fyrir háttinn
Albert: „Pabbi á ég að segja þér eitt?“
Pabbi: „Já, segðu mér!“
A:
„Æ, hvað heitiridda aþtur?“
P: ???
A:
„Æ, þarna sem er í stríði við Karíus og Baktus?“
P:
„Hérna, me-meinarðu … hvítu blóðkornin?“
A: „Já! Einmitt!“ *bendir á Spiderman plásturinn þar sem hann var bólusettur* „Hvítu blómkornin eru að ráðast á Karíus og Baktus!“ *leikur ógurlegan bardaga eftir hvern Karíus og Baktus liggja örendir*
-
Krakkarúv
Albert: *sest í sófann við hlið pabba*
Pabbi: …
A: *hneykslaður* „Pabbi! Það er Krakkarúv í sjónvarpinu og þú situr bara í símanum!“
P: „Ó! Á ég að horfa á Kúlugúbba?“
A: „Já!“ *kveikir á spjaldtölvunni og fer í Roblox*
-
Fjögurra ára skoðun
Albert, fjögurra og hálfs árs í fjögurra ára skoðun:
Hjúkrunarfræðingur: „Sýndu á spjaldinu hvaða stafur er alveg eins og stafurinn sem ég bendi á!“
A: „O! Tje! Há! Vaff!“
Hjfr:
„Þekkirðu alla stafina?!?“
Hjfr: „Kanntu að telja upp í tíu?“
A: *telur upp í tíu*
Hjfr: *byrjar að skrifa*
A: „…Ellefu! Tólf! Þrettán! Fjórtán! Fimmtán! Sextán! Sautján! Átján! Nítján! Tuttugu!“
Hjfr: „Flott hjá þé…“
A: „Tuttugu einn! …“
A: „Fjörtíoníu! Fimmtíu!!“
Hjfr: „Vel ge…“
A: *dregur djúpt andann* „Fimmtío einn!“
Hjfr: *kíkir á klukkuna*
A: „Fimmtío tveir!“
A: „Nítíoníu! Hundrað!“
Hjfr: „Svo færðu líka bólusetningu“
A: „En ég er ekki með neina bólu?!?“
Hjfr: *sprautar*
A: *bítur á jaxlinn* „Þetta var nú svoldið mikið vont“
-
Nellý og Nóra
Nákvæmlega ári síðar:
Ég: *klæði mig til að fara út með hundinn*
Albert: „Pabbi! Nellý og Nóra!“
-
Út vil ek
Út vil ek, sagði sá ferfætti
/Let me out, said the quadruped
-
Hvað skyldu nágrannarnir vera að bardúsa?
Húgó njósnar um nágrannana -
Hinn rassinn
Albert: „Mér er illt í hinum rassinum!“
…hann benti á endanum á aðra rasskinnina