Category: social

  • Hnussandi Albert, veikur heima: „Hvernig getur nóttin LÆÐST inn?!?“

  • Skviddgeim

    Albert: „Skviddgeim er á ensku!“ Pabbi: „Mhm?“ A: „Á íslensku heitir skviddgeim Dimmalimm“

  • 108

  • Hundaskítur

    Það var farið að dimma í gærkvöldi þegar Sandra kom með okkur Húgó. Við erum komin kannski 50 metra þegar hún hleypur upp á litinn hól, stoppar og lítur niður: „Fokk! Ég steig í hundaskít!“ Pabbi: *reynir að sjá barnið í myrkrinu* „Andskotinn! Hvernig fórstu að þessu?!?“ Sandra: *lyftir fætinum, kíkir undir, grettir sig* P:…

  • Hreinlega aðdáunarvert hvað fisksalinn var fljótur að fara frá því að það væri farið að kólna aðeins yfir í að hann væri nú ekki mikið jólabarn og að pabbi sinn hefði hætt að drekka þegar hann var 13 ára

  • Hvernig skrifar maður kúkur?

    Albert, sitjandi við tölvu: „Hvernig skrifar maður kúkur?“ Pabbi: ? „Af hverju ertu að skrifa kúkur??!?“ A: „Gúgúl!“ Eftir smástund athugaði ég hvernig gengi. Þá var hann búinn að finna Gúgúl og skrifa sneke io

  • Ekki … gleyma mér!

    Albert fer á klósettið áður en hann kemur út með pabba og Húgó. Pabbi bisar við að klæða sig og setja beislið á hundinn. A: „Ekki … gleyma mér!“ P: „Auðvitað ekki! Heldurðu að ég gleymi þér, elsku kallinn minn?!“ A: „Nei! Þetta stendur á pokanum!“

  • Milljón króna hugmynd! Jógúrtísinn Snjógúrt

  • Pabbi: *býst til að vaska upp* Skyndilega heyrist skaðræðisöskur Sandra ryðst inn í eldhús: „ÞETTA ER EKKI BÚIÐ!“

  • Grettir

    Rakst á einhvern sem heitir Grettir Sig á fb og þurfti að fara í kalda sturtu til að kommenta ekki „og bara hlær!“ við allt sem hann hefur nokkru sinni sett þar inn

  • Glaðningur

    Af og til finn ég glaðning frá Albert þegar ég mæti í vinnuna

  • Zetor