Category: social
-
Albert
-
Ég er hjá þér
Albert gekk illa að sofna – í tjaldi inni í stofu Pabbi: „Þú þarft ekki að vera smeykur, ég er hérna hjá þér“ Albert: „En ef ég sofna, hvernig veit ég hvort þú ert farinn?“
-
Loforð
Þegar börnin innheimta löngu gleymt loforð
-
McArthur Wheeler
Fyrir 27 árum og 1 degi fór McArthur Wheeler inn í tvo banka í Pittsburgh (hvorn í sínu lagi), miðaði byssu á gjaldkera og heimtaði peninga. En ólíkt öðrum bankaræningjum gerði hann enga tilraun til að fela á sér andlitið. Löggan dreifði upptökum úr eftirlitsmyndavélum, og var búin að góma hann seint sama kvöld. En…
-
Vöðvabólga
Pabbi: *stuna* „Æ, ég er með vöðvabólgu“ Ungur maður (5), nýkominn úr bólusetningu: „Af hverju ferðu ekki í bólusetningu?“
-
Telma málar
Neinei, ekkert merkilegt, bara Telman mín að mála alveg geggjaða mynd
-
Nýtt
Verður reglulega hugsað til parsins sem gekk um IKEA, stoppaði svo, benti á eina uppstillinguna og sagði „Þetta er nýtt!“
-
Kross
Albert horfir á dagatal hugsi … „Átjánda apríl var búið til krossið!“ „…Nítjánda var Jesú að vakna…“ „Tuttugasta var hann Jesú svo festur á krossið“
-
Hreindýr
Húsdýragarðinum Albert: „Förum heim“ Pabbi: „En við eigum eftir að sjá hreindýrin“ A: „Ég er búinn að sjá hreindýr og það var ljótt!“
-
Ekki í gær
Pabbi talar um eitthvað sem gerðist í gærkvöldi. Albert: „Það var ekki í gær! Það var á morgun!“
-
Ber augu
Pabbi: „Ég sá það með berum augum!“ Öll börnin: ?? Albert: „Eru augun þá ekki í buxum og húfu?“
-
Leiðbeiningar
Ég vil þakka syni mínum, nær sex vetra, fyrir skorinorðar leiðbeiningar um hvernig „what the heck” skal borið fram