Category: social

stuff that’s rehashed from social media

  • Irony

    Þær eru auðvitað allt of ungar til að skilja íróníuna í þessu (og hér er enginn fullorðinn), en tæpum 10 mínútum eftir að ég gargaði á stelpurnar að fara varlega í kringum (kalda) eldavélina lagði ég fingur klaufalega á (heita) eldavélina


    Of course they are way too young to appreciate the irony of this (and there’s no-one else around), but not 10 minutes after I screamed at the girls to be careful near the (cold) stove, I momentarily rested a finger clumsily on the (hot) stove

  • Hlaupabóluteikningar

    (chicken pox art)

  • Lýðræðið

    Er nokkuð viss um að maðurinn sem fann upp lýðræðið snýr sér við í gröfinni í hvert skipti sem Vigdís Hauksdóttir opnar munninn

  • Pylsubrauð

    Stóra pylsubrauðsmálið vindur enn upp á sig!

    Hvað er þetta sakleysilega pylsubrauð eiginlega búið að vera lengi að og hversu miklum usla og uppnámi hefur það valdið um dagana?

  • Morgunverkin

    • Gera graut fyrir stelpurnar
    • Taka til föt fyrir stelpurnar
    • Tékka hvort bíllinn er enn á bílastæðinu
  • Kemst ekki í vinnuna

    Sandra: „Mamma, þú getur ekki farið í vinnuna!“

    Mamma: „Nú? Af hverju?“

    S: „Af því ég sit á þér!“

  • Pylsubrauð

    situr út’í glugga & telur pylsubrauðin sem fjúka framhjá

  • Skegg

    Söndru finnst alveg óendanlega merkilegt að pabbi sé með skegg á bumbunni

  • Boð

    Eru til fegurri orð á íslenskri tungu en „Boð um leikskóladvöl“?


    Uppfært: Í dag komu líka barnabætur! Í dag elska ég börnin mín!

  • jólaævintýri

    eftir skemmtilega stund hjá Svövu systur lögðum við semsagt af stað heim á Kjalarnesið aftur um níuleytið í gærkvöldi í ágætu veðri. það fór aðeins að blása þegar við komum í mosó, og þegar við komum út úr mosó var bara hreint doltið pus

    í því að við keyrðum undan síðasta ljósastaurnum við brúna yfir Leirvogsá kom hvellur og allt varð hvítt. veðrið fór úr pusi (18 m/s og 34 í hviðum) í rok (26 m/s – 40 í hviðum)

    nú er ég skynsamur maður og sá strax í hendi mér að þetta gengi ekki, ekki með lítil börn í bílnum. ég snéri snöggvast við og reddaði gistingu í höfuðborginni. ég sver að Ance var ekki búin að öskra og garga á mig nema í mesta lagi 2-3 mínútur þegar ég komst að þessari skynsamlegu niðurstöðu alveg upp á mitt einsdæmi