Category: social

stuff that’s rehashed from social media

  • Útsýni

    Hjólað í vinnuna/góðgerðarmál

    A little excursion (a.k.a. taking the scenic route)

  • Hakkabuff

    Að borða hakkabuff með kartöflumús, brúnni sósu og tannlæknadeyfingu er mátulega góð skemmtun

    Namminamm, þetta er ábyggilega svakalega gott á bragðið. Bíddu, var þetta hakkabuff eða tunga?

  • Fiskur

    „Nei, Sandra, fiskur í RASPI!“

  • Sandra / Telma

    Fyrr í kvöld sagði önnur dóttir mín (ég segi ekki hvor!) við mig: „Pabbi, þú verður að læra að segja Sandra við mig og Telma við Telmu“


    Earlier tonight, one of my daughters (I’m not saying which one!) said: “Daddy, you have to learn to call me Sandra and Telma Telma”

  • Bólusetning

    Vikur ef ekki mánuðir af áhyggjum og stressi og kvíðahnútum og frestunum virðast hafa verið ástæðulausir!

    Já einmitt, blóðmauraheilabólga er eins viðbjóðsleg og hún hljómar

    Hingað til hafa stelpurnar hrinið eins og stungnir grísir ef einhver svo mikið sem nefnir sprautu, en blessunarlega kipptu þær sér ekkert upp við þessa

  • Best í heimi

    Sandra: „Uppbesti maturinn minn í öllum heiminum er mjólk – og kolfrex“

  • Samhugur

    Númer eitt sofnuð eftir að hafa selt upp öllu sem upp selja má

    Númer tvö sýnir samhug með því að kúra hjá henni (og horfa á Stubbana)

  • Lykt

    Á föstudaginn, um klukkutíma áður en frúin átti að mæta á kvöldvakt, var hringt frá leikskólanum til að láta vita að Telma hefði gubbað

    Í morgun, um klukkutíma áður en frúin átti að mæta á morgunvakt, gubbaði Sandra

    I smell a rat

  • Óforbetranlegur

    Ég er gersamlega óforbetranlegur bad ass

  • Lítill strípalingur

    Eins og ég er orðinn þreyttur á því að hlaupa heilu og hálfa dagana eftir pínulítilli berrassaðri stelpu, öskrandi „Telma, komdu í bleyju!” hefur nú komið í ljós að það getur haft sína kosti að eiga lítinn strípaling

    Jú, þegar hlaupabólan (loksins!) gerir vart við sig veistu af því innan tveggja mínútna!

  • Rúðuþurrkur

    Kæri útlenski gúbbi á Max1 Bíldshöfða, sem smurðir bílinn minn og skiptir um rúðuþurrkur og stilltir þurrkurnar óumbeðinn og varst svo lengi að þessu öllusaman að ég var aaaaallt of seinn í búðina og þurfti að gera ráðstafanir með kvöldmat fyrir konurnar mínar

    Ég elska þig

    Klonk-klonkið sem heyrðist í hvert einasta skipti sem þurrkurnar hreyfðust og var svo óþolandi að nokkrum sinnum beið ég með bíltúr þartil stytti upp – klonk-klonkið er farið og í staðinn komið ljúft og dáleiðandi svúsj svúsj

    Eftir næstum sex og hálft ár í helvíti þykir mér aftur vænt um bílinn minn

  • the poof is in the pudding?