Category: social
-
Líka lítill
Albert: „Pabbi, ég veit að little þýðir lítill, en hvað þýðir small?“ Pabbi: „Það þýðir líka lítill. Stundum geta tvö orð þýtt sama hlutinn“ A: ? „Svona eins og já og jebbsí pepsí?“
-
Borgar sig
Albert kominn upp í rúm og reynir að sofna. Ró í 8 mín, svo: „Pabbi manstu þegar þú komst að sækja mig á leikskólann og ég var bara í peysu og nennti ekki að renna upp og þú sagðir „Það borgar sig að fara í úlpu“ og ég sagði „Borgar?! Borgar peninga?!?““
-
Frúin í Hambort
Einn uppáhalds leikur Alberts þessa dagana er hans eigin útgáfa af Frúnni í Hamborg A: „Það má ekki segja ísskápur! Eða hurð. Og það má ekki heldur segja hákarl … það má segja já, en ekki nei!“
-
Tunglið yfir Úlfarsfelli
-
Albert teiknar
Albert kom heim með myndir úr leikskólanum í dag. Hér eru þær bestu
-
Telja
Albert, rétt rúmlega hálfnaður að „telja“ 5m málband. Upphátt. Síðar, löngu síðar: „…fjögurhundruð fimmtíu og fjórir, fjögurhundruð fimmtíu og fimm, fjögurhundruð fimmtíu og sex… Hey! Eins og í Squid Game Netflix!“
-
Börnin þegar ég vakna 6.30 til að fara út með hundinn áður en ég fer í vinnuna: Börnin þegar ég má sofa út:
-
Vegan
Ég var á efri hæðinni eitthvað að bardúsa í gær. Ég heyrði Albert kalla eitthvað niðri, en var upptekinn. Nokkrar mínútur… Albert: „…ef þú hlýðir mér ekki og hjálpar mér ekki að ná í brúna bílinn þá tek ég allan matinn frá þér og þú verður vegan!“ A: „Hvað er vegan á ensku?“ P: „Vegan…
-
Bókstaflega alltaf
Sandra, við Telmu: „Manstu að einu sinni var pabbi alltaf að gera svona *hnusar út í loftið* og segja „Hmmmm, ég finn lykt af montrassi…“ hann var bókstaflega ALLTAF að segja það!“
-
Farðu varlega
Úti með börnunum. Fer af pallinum út á grasið Albert: „Farðu varlega! Passaðu þig að detta ekki ofan í trap-ið sem ég var að gera!“
-
Einhver að fá heilablóðfall Köttur gekk yfir lyklaborðið Dulmál fyrir fólk með hreinræktaða hunda
-
Krít
Neisko, sé að krakkarnir hafa farið með krítar út á pallinn. Hvað ætli þau…