Barn 1: „Hvað sagði sushi-ið við býfluguna?“
Barn 2: *yppir öxlum*
B1: „Wasabi!“
stuff that’s rehashed from social media
Barn 1: „Hvað sagði sushi-ið við býfluguna?“
Barn 2: *yppir öxlum*
B1: „Wasabi!“
Skapandi börn í læknisleik
Ég slysaðist inn á skurðstofu á versta tíma
Þegar Albert var búinn að lesa í gærkvöldi fletti hann nokkrar blaðsíður til baka í bókinni og las aftur
„Stúfur gafst upp“!
Hann leit á mig: „Í skólanum eru þau að kenna okkur að gefast ekki upp!“
Í morgun tók hann bókina með til að sýna kennaranum
Einhvern tíma reyndi ég að heilla konu með því að segja henni að skv netfanginu héti hún eyrun
Einn af þessum dögum…
Fyrir 9 dögum:
Albert: „Ég er svo spenntur! Bara 9 dagar!“
Pabbi: „Nú? Hvað gerist eftir 9 daga?“
A: „Tómas er að koma“
P: „Tómas?“
A: „Já, til að skipta um gluggana“
P: *man ekkert, en athugar og júvíst, gluggaskiptamaðurinn heitir Tómas*
Í morgun, kl. 6.17:
A: „Tómas!!“
Ég slysaðist inn á skurðstofu á versta tíma
Ég undanfarna daga: *held í mér andanum* „plísplísplís ekki deyja! kæra forrit, ekki deyja!“
Ég í dag: Que sera, sera!
Albert: „Pabbi hvernig lít ég út í andlitinu?“
Pabbi: „Ööööö, eins og Albert? Af hverju spyrðu?“
A: *horfir niður*
Þreyttur piltur reynir að sofna. Liggur lengi útaf en svo…
Albert: „Pabbi, hvað á ég að gera meðan ég er að bíða eftir að sofna?“
Pabbi: „Prófaðu að hugsa um eitthvað fallegt“
A: *dæsir* „Ég er búinn að hugsa um allt sem er fallegt!“
P: „Ööö, prófaðu þá að hugsa um eitthvað sem er ekki fallegt, en ekki heldur ljótt“
A: *hugsar smá* „Eins og rólur?“
Fjölskyldufræðingur? Hvað í ósköpunum er nú það? Kannski er það útskýrt í textanum fyrir neðan…
Albert var kominn í háttinn, örþreyttur og grét hástöfum. Lengi.
Loksins þegar næst eitthvað út úr honum segir hann snöktandi: „Af hverju eru þrjú ár þangað til ég fer í fjórða bekk?!?“
Pabbi: „Hvað er svona spennandi við fjórða bekk?“
Albert: „Í fjórða bekk má maður sjálfur strauja perlurnar og þarf ekki að biðja kennarann um það!“