Category: social
-
Bílpróf og Catch-22
Albert: „En hvernig kemst ég til að taka bílpróf ef ég er ekki með bílpróf? Á ég keyra án þess að kunna að keyra? Á ég taka strætó?“ Drengurinn er sex ára
-
Ofurhetja
Þegar þú ert að reyna að bjarga gögnum af síma með svo illa brotinn skjá að það tekur 5 mínútur að opna hann með pinninu í hvert skipti og hálftíma að slökkva á pinninu og svo er ekki hægt að installa smart switch appinu sem færir allt yfir í bráðabirgða símann en einhvernveginn tekst þér…
-
Fran Sisiskó
Albert: „Þetta er Fran Sisiskó brúin“
-
Ekki í búningi
Þegar þú nennir ekki í búning fyrir hrekkjavökuballið hjá krökkunum
-
346 þrep
Gleymdi næstum! Við Albert príluðum upp á Úlfarsfell í gær (Fyrir áhugasama má geta þess að það eru nákvæmlega 346 þrep á leiðinni upp frá Skarhólabraut)
-
51
Sumir segja að þegar maður sé kominn á vissan aldur sé það eina sem sé verra en að eiga afmæli sé að eiga ekki afmæli. Ég skil ekkert hvað sumir eru að tala um því það er stórkostlegt að fá svona heimalagaða kveðju frá litlu fólki sem þú tókst þátt í að búa til
-
Manstu?
Pabbi *gleymir sér og talar kjánalega* Albert: „Pabbi, manstu hvað ég sagði?“
-
Gamla settið dröslaðist með Húgó upp á Akrafjall í gær og gægðist heim
-
Kjánalega
Pabbi *talar kjánalega, eins og milljón sinnum áður* Albert: „Pabbi, nennirðu að gera næst svona þegar ég er unglingur?“
-
Að telja
Albert les fyrir pabba Einn tveir og Kormákur. Kormákur getur ekki talið suma hluti, því þeir eru óteljandi og hann kann ekki allar tölurnar Albert: „Ég get talið allt! Ég bý bara til tölurnar!“
-
Hundrað og tíu börn í skólanum en þið fáið því miður engin verðlaun fyrir að giska á hvers sonur datt í Atlantshafið í dag Eftir að ræða þetta betur við hann sýnist mér sem það hræðilegasta við þetta hafi verið að heyra skvampið þegar hann gekk í burtu. Hann panikkaði því hann hélt að það…
-
Lítið eða mikið?
Albert: „Pabbi, einn er lítið!“ Pabbi: „Já“ A: „En milljón er mikið!“ P: „Já, milljón er mjög mikið!“ A: „En … hvar byrjar mikið?“ Uppfært: Uppfært 8. október: …og Vísindavefurinn svaraði Hér má lesa allt svarið: https://www.visindavefur.is/svar.php?id=84151#