Ungur drengur sem æfir fótbolta, fór á nokkrar æfingar í körfubolta og hefur horft á samtals 30 mínútur af handbolta: „Af hverju er handbolti ekki bara eins og fótbolti, nema bara með höndunum? SKREF?!? HVAÐ ER ÞAÐ?!?! ER BANNAÐ AÐ LABBA??“
Category: social
stuff that’s rehashed from social media
-
HM
Albert er í miklum fráhvörfum eftir HM í fótbolta og spáir mikið í hvenær næsta HM verður.
Ég sagði honum frá EM og reyndi að útskýra muninn: „EM er bara fyrir löndin í Evrópu, en HM er fyrir öll lönd í heiminum“
Albert: „Líka Sankti Kristófer og Nevis?“
Fánar heimsins Síðan hann eignaðist þessa límmiðabók með fánum heimsins er hann orðinn sérfræðingur í hinum ýmsu fánum (og löndunum þeirra)
-
Fimmtíu milljón
Sandra: „Ég skal borga þér fimmtíu milljón fyrir að kitla á mér bakið!“
Albert: *hugsi* „Áttu fimmtíu milljón?“
Albert: *kitlar*
Albert: *hugsi* „Fimmtíu milljón hvað?“
-
Er Albert Albert?
Sandra: „Mér líður soldið eins og Albert sé ekki Albert!“
Albert: „Mér líka!“
-
Hátíðarrusl
Þegar ég sá ruslabílinn í morgun stökk ég út í dyr til að bjóða þeim að láta tunnuna okkar bara eiga sig, því hún er nánast á kafi í snjó.
Sorphirðari: *opnar tunnuna og kíkir í* „Ég geri nú oftast bara svona hjá ykkur sko“ *beygir sig niður og veiðir upp einn poka*
Hérna … voru ekki örugglega allir bara með einn poka í ruslinu eftir hátíðarnar?
-
Albert
Úti með hund og börn í brunagaddi (-12°c)
Hundur: *hleypur um og borðar snjó*
Börn: *hlaupa um og borða snjó*
Pabbi: *tennurnar glamra þó hann sé í öllum fötunum sínum*
-
Sleeping Queens
Klukkan er 7.13:
Albert: „Pabbi, við ætlum að spila Sleeping Queens í dag. Af því að í draumnum mínum var ég að gráta af því þú vildir ekki spila við mig“
-
Jútíper
Á Twitter sagði Stjörnu-Sævar að á himninum mætti sjá tunglið og Júpíter svo ég kallaði á börnin og sýndi þeim út um gluggann. Skoðuðum líka himininn aðeins í stjörnu-appi
Klukkutíma seinna vorum við Albert úti með hundinn og hann leit upp og gargaði: „Tunglið og Jútíper eru að elta mig!“ -
hreindýr
Hreindýr Rakst á hreindýr á kvöldgöngu
-
Hanukkah
Ég: Jú, kynslóðin mín er fyrsta kynslóðin sem náði almennilega að fóta sig á netinu. Margir af eldri kynslóðum eiga fullt í fangi með þetta allt saman
Líka ég: Breytti þemanu í FB Messenger spjallinu við konuna mína óvart í Hanukkah og var í tvo daga með Menorah sem þumal