Category: social

stuff that’s rehashed from social media

  • Ok

  • Lorax

    Sandra og Telma voru að gera köku

  • Klukkan

    A: Hvað er klukkan?

    B: Kíkt’á puttann!

  • Minning: Kvikmyndahátíð

    Haustið 2000 var ég í hlutastarfi sem prófarkalesari á The Baltic Times í R?ga.

    Einn daginn á rölti um bæinn mætti ég kollega sem var á leið að sækja blaðamannapassa á kvikmyndahátíð. Ég rölti með og á leiðinni náði hún að magna upp í mér púka.

    Þegar við komum á staðinn laug ég því blákalt að aðstandendum kvikmyndahátíðarinnar Arsen?ls að ég væri frílans blaðamaður og að mig langaði mikið að skrifa grein um hátíðina í Moggann. Þau gleyptu við þessu og létu mig fá frípassa.

    Ég sá 36 myndir á 8 dögum. Þar af 25-30 myndir í fullri lengd:

    • Friðrik Þór sat fyrir svörum eftir Engla alheimsins og sagði öllum að á Íslandi væri hún álitin grínmynd.
    • Það hafði ekki gefist tími til að texta Dancer in the dark, svo aftast vinstra megin í salnum sat miðaldra maður við lítið borð með lampa og las þýðinguna jafnharðan í hljóðnema.
    • Ég sá Audition eftir Takashi Miike. Ég hafði aðeins misskilið lýsinguna í prógramminu og var engan veginn undir þetta búinn. Aleinn í bíó, kom svo út eftir miðnætti í kolniðamyrkur, og það var dágóður spotti heim. En semsagt já, ég svaf ekki mikið næstu daga, og mér rennur kalt vatn milli skinns og hörunds meðan ég skrifa þetta.

    Nema hvað, ég sá 36 myndir á 8 dögum. Tveimur dögum síðar var ég á kvöldvakt á blaðinu meðan starfsfólkið reyndi að fylla upp í síðustu dálksentimetrana svo hægt væri að senda blaðið í prentun. Ég fékk krampa í hálsinn vegna vöðvabólgu og vinnufélagarnir hringdu á sjúkrabíl sem flutti mig á Gai?ezers Slimn?ca (Svanavatns sjúkrahúsið).

    Þar lá ég í 3 daga með aðeins þennan farangur:

    • Stílabók og penna.
    • Nýjasta tölublað Baltic Times (sem ég hafði jú prófarkalesið af kostgæfni).
    • Eitt tölublað af The Economist.
    • Nokia 3110 með tvö strik, en ekkert hleðslutæki.

    Þegar hjúkrunarfræðingarnir komu að gefa mér lyf í æð reyndi ég á minni takmörkuðu lettnesku að spyrja hvað væri í gangi og það sem ég skildi var „meðal“ og „ekki illt“.

    Ég lá þarna uppi á áttundu hæð í þrjá daga, las Economist tólf sinnum, lúslas Baltic Times í leit að innsláttarvillum sem mér hefðu yfirsést, sendi svona 74 SMS, skrifaði háfleygar langlokur í stílabókina um hvað ég ætti ógurlega bágt og starði dreymandi út um gluggann.

    Við útskrift þremur dögum síðar fékk ég umslag sem innihélt röntgenmyndir af hálsinum, bréf um allt sem læknarnir höfðu gert (á lettnesku), óráðna greiningu og reikning upp á 59,78 LVL (samsvarar á að giska 25.875 ISK framreiknað). Ég fékk líka forláta hálskraga sem ég átti í mörg ár (og þurfti því miður að nota nokkrum sinnum).

    Tl;dr: Ég laug til að fá frípassa á kvikmyndahátíð og fór svo mikið í bíó að ég endaði á spítala í þrjá daga með GSM síma með tvö strik. Life lesson. Karma is a bitch. Stolnar piparkökur eru vondar. O.s.frv.

  • Var það ekki Milton Friedman sem kenndi okkur að bílastæðið er alltaf ókeypis?

  • Kötturinn!

    Risastór köttur fastur uppí tré.

    Maðurinn segir „Ó nei! Kötturinn!“

  • Þvo

    Albert var úti að leika sér og kom inn í mat.

    Pabbi: „Þú verður ekki glaður að heyra þetta … en þú þarft að þvo hendurnar áður en þú borðar“

    A: „Ó, það er ekkert mál“ *þvær sér um hendurnar*

    P: „Nú?“

    A: „Ég ákvað að vera good boy. Ég get verið good boy, bad boy eða svona… miðlungs“

  • Salou

    Ég fór til Salou í Katalóníu í viku að fylgja Söndru á fótboltamót. Mitt hlutverk var að vera innan seilingar og koma hlaupandi ef hún hringdi og bæði um knús.

    Geggjað, hugsið þið eflaust! En vandamálið er að ég er ekki búinn til fyrir mikla sól eða hita og kann ekkert að vera á svona stöðum; veit ekkert hvað á að gera. Svo ég labbaði. Og labbaði. Svo labbaði ég aðeins meira. Svo fékk ég leið á að labba og leigði hjól. Og ég hjólaði. Svo þegar ég ætlaði að hjóla smá meira var ég orðinn ansi lúinn og leigði rafhjól og hélt áfram að hjóla.

    Og gleymdi að bera reglulega á mig sólarvörn. Ég hélt út í 5 daga. Sólbrann ekki að ráði fyrr en á fimmta degi – á hjólinu.

    Þegar ég var ekki að labba sat ég og hvíldi lúin bein á bekkjum í skugga, svitnaði og starði á fólk labba hjá, þambaði vatn í lítravís og stóð svo upp með erfiðismunum og fyrstu 20-30 skrefin kjagaði ég eins og ég væri að læra að ganga á ný eftir mjaðmaskiptaaðgerð.

    Einn daginn vaknaði ég klukkan hálf sex til að taka lest til Barcelona, labba 25 kílómetra í 29°C, verkja í fæturna, drekka þrjá lítra af vatni og skoða flott hús eftir Gaudí.

    Ó já, eins og ég átti von á gekk Söndru bara vel og þurfti lítið á mér að halda. Það gekk ýmislegt á, eins og gefur að skilja með stóran hóp af 12-14 ára stelpum, en hún plumaði sig bara vel, bæði innan vallar sem utan. Afturelding var með 2 lið á mótinu og liðinu sem Sandra var í gekk ekki sem best en aðalliðinu gekk öllu betur. Það var auðvitað erfitt að díla við tapleiki – sérstaklega tvo leiki þar sem liðið var mjög óheppið að vinna ekki – en ferðin frábær engu að síður.

  • Ef maður er búinn að hjóla 16 km og labba 7 km í 26°C má maður aðeins


    Helmingurinn af hjólreiðunum er reyndar til kominn vegna þess að ég gleymdi leigða hjálminum og þurfti fara aftur að sækja hann.

    Var reyndar aðeins að spá í að borga frekar sektina, €50…

  • Pása

    Gotlensk húfa á ferðalagi hvílir lúin bein
  • Minning: siggimus prúttar

    Kvöld eitt í Riga, seint um haustið 2000, var ég á leið heim eftir miðnætti, nennti ekki að taka sporvagninn svo ég ákvað að flotta mig á „leigubíl“.

    Veifaði harkara á Lödu sem hékk saman á lyginni einni og spurði á minni takmörkuðu lettnesku hvað farið til ?genskalna kostaði (Agenskalna, cik maksa).

    Hann sagði pieci, (fimm), en ég tók það ekki í mál, ætlaði sko alls ekki að láta svindla á mér, setti mig í stellingar, hristi höfuðið yfirlætislega og bauð ákveðinn tris (þrjá).Hann hristi höfuðið, muldraði eitthvað, veifaði mér að setjast inn og ók af stað.

    Á leiðinni þráttuðum við áfram um fargjaldið milli þess sem bíllinn drap reglulega á sér.

    Bílstjórinn, sem var vel í holdum, með snjáða derhúfu og sítt og mikið skegg yfir alla bumbuna gafst loks upp á þrefinu, stakk kafloðinni krumlunni í skyrtuvasann og dró upp klink.

    Eftir smástund sýndi hann mér lófann. Þar voru tveir peningar, 1 latti og 50 santím (samsvarar á að giska 647 ISK framreiknað).

    Ég veit ekki hvernig, en skrjóðurinn komst á leiðarenda, hvar ég borgaði vini mínum að sjálfsögðu þrjá latta

    Tl;dr: Skeggjaður gaur á ónýtum bíl bauðst til að aka mér fyrir smotterí en ég „prúttaði“ og bauð 2x meira