Í sjónvarpinu í gærkvöldi var viðtal við Mick Jagger, tekið á Ísafirði sumarið 1999 þegar hann var þar í nokkra daga á snekkjunni sinni. Það sumar var ég í Lettlandi að taka myndir af apótekum, svo ekki hitti ég gamla manninn. En ég á á mjög skýra minningu um að hafa komist í nettengda tölvu í „vinnunni“, kíkt á visir.is og fundið þar íslenskustu frétt í heimi: „Enn ekkert sést til Jagger í dag“
Get samt ekki fundið fréttina aftur með aðstoð Gúguls frænda
Kannski er ég bara orðinn geðveikur…
Leave a Reply