glefsa úr lífi með þynnku

þessu sinni hefir siggimus ákveðið að skvetta eilítið úr djúpum og miklum viskubrunni siggamuss og eyða mögulega með því einhverri af vanlíðan jarðarbúa.

ekki verður ráðist á garðinn þar sem hann er lægstur, heldur verður hreint til atlögu lagt við þann elsta erkióvin gleðimanna og -kvenna frá örófi alda, hr. timburmann. þykist siggimus sosum ekki hafa fundið lækninguna þar á, enda prýddi hann þá að öllum líkindum fleiri nóbelsplaggöt en nú er að heilsa.

en það sem siggimus hefur fundið, eru

nokkrar leiðir til að lifa með þynnku

sunnudaginn þrjátíu. mæmánaðar, einnig kenndur sem annar í júróvísjón (skoðanir á þeim viðburði rúmast ekki í einni glefsu), tókst siggamus að ná einni heljarins góðri þynnku, hreint á mælikvarða, og þó víðar væri leitað. var athyglin ekki fimm til sjö mínútum á eftir siggamusi, eins og svo oft áður við svipaðar aðstæður, heldur tuttuguogtveimur & hálfri uþb. á eftir einkurum ekki siggamusi! var þetta allt hið undarlegasta. þess má einnig geta að síðan hinn þrjátíu. hefir gefist nægt tækifæri til að sannreyna og margreyna og prufa eftirfarandi eftir vísindalegum leiðum. verða þvínæst upp taldar nokkrar leiðir til þess arna, og sé ekki annað fram tekið, með mælt.

1 drykkir

og það mix. í dúsínum. massavís. dobíum og baðkörum. má vera með klaka, helst margnota [einnota klakar eru einsog allir vita svo gjörla ekki umhverfisvænir]

2 skoð

gefist ekki kappleikur með skemmdum eplum í aðalhlutverkum, má t.d. benda á eitthvað í þessa áttina sem vel lukkaða blöndu:

paper brigade

sem er einmitt svínskemmtilegt bildungsfilm um táning og það hvernig hann verður mannalegri við það að taka að sér blaðaútburð í hverfi þar sem hættur liggja undir hverjum steini, en sæta ljóshærða stelpan við endann, eins og prinsessa í turni eða mandla í graut, en þess ber að geta að hún er etv vandfáanleg, og ekki sýnd í sjónvarpi allra landsmanna á hverjum sunnudegi, klukkan þrjú, alas poor yorick!

intim massage

bráðsmellin mynd um svik og pretti á austurlenskri nuddstofu sem rekin er af vænstu konu, en vænsta kona þessi lendir í tómum vandræðum með starfsfólk, það hlýðir ekki ordrum, svo hún neyðist, í tragíkómísku uppgjöri, að taka upp breytta starfshætti á stofunni. örvæntið eigi þó þrettándinn virðist þunnur, því þessi mynd hefur í stað söguþráðar fallegt myndmálið og í stað neistandi díalóks, leiftrandi leikgleði leikara sem væru án efa tilbúnir að gera þetta án þess að fá borgað. sænskir undirtextar njóta sín til fulls, og auka stórlega á gleðina við gónið.

attack of the killer tomatoes

átakanleg mynd frá því herrans árinu 1978 um raunir nokkurra saklausra amerískra einstaklinga sem verða fyrir barðinu á morðóðum mannætutómötum sem víla ekkert fyrir sér í tilraun sinni til að ná heimsyfirráðum.
við fylgjumst með spessjel eidsjent meison díxon sem stendur í baráttunni með dyggri aðstoð sædkíkksins lútenent vílbúr fínleter, sem er alltaf viðbúinn því að detta út úr flugvél, og bíður færis að grilla marsmelósin sín. ekki má so gleyma frøken lóis fertsæld, blaðakonu sem lætur ekki segjast svo glatt þegar hún finnur angan af skúbbi.
þeim til aðstoðar eru kafari á þurru landi, austur þýsk sundkempa að nafni olga, og síðast en ekki síst tom smith, snillingur í dulbúningu mm, sem ma sýnir mikið hugrekki er hann innfíltrerar raðir óvinarins í dulbúningi.
án þess að vilja gefa of mikið upp, má heldur siggimus áreiðanleg segja að hjálpin kemur úr vægast sagt óvæntri átt.

eins og þetta sé ekki nægilegt fjör, má einnig geta þess, að myndin hefur að geyma bráðskemmtileg lög, ss eins og attack of the killer tomatoes theme (eina titillag bíómyndar sem fjallar um morðóða ávexti, og inniheldur lag sem heitir puberty love, sem hefur verið leikið á skrilljón úti í geiminum, að því er best er vitað), og angurvært lokalagið, killer tomato love theme.

símpsons

eitt besta skrípó í heimi. ætti að koma með alkaselser eða parkódíni?

vinn

nei. alls ekki. og síst af öllu tvo daga í röð

w/heepsofpubertylove&affection,
-siggimus&valis/hannibal
http://vu2057.freddie.1984.is/siggimusteste.to

ps: eventuelle tomater i øregangen bedes flytte sig

Comments

Leave a Reply