Tag: work
-
Óvænt símtal
Síminn hringir. Sandra Bíddu, klukkan er 8.27! Skólinn er byrjaður?? Hún má ekkert vera í símanum!! Ætli hún sé nokkuð slösuð?!? Hún braut jú tönn fyrir stuttu Pabbi: *hjartað slær hraðar* „Hæ? Er allt í lagi?“ Sandra: „Pabbi, hvað gerirðu í vinnunni þinni?“
-
Fundur
Þegar fundur byrjar á Teams en tölvan er eitthvað hæg svo þú prófar að endurræsa Vivaldi vafrann, en það var greinilega ekki vandamálið því það tekur heila eilífð og svo byrjar Vivaldi allt í einu að spila tónlistarvideo úr einum glugganum, nema glugginn birtist ekki enn svo þú getur ekki pásað og nú heyrir þú…
-
Teams fundur
Var smá stressaður svo ég ákvað að standa upp, og hækkaði skrifborðið í fyrsta skipti í marga mánuði. Borðið var enn að lyftast þegar ég opnaði munninn til að segja eitthvað voða merkilegt. Skyndilega slökknaði á netinu, skjánum, heyrnartólunum. Skrifborðið hætti að lyftast. Skreið í ofboði undir borð til að setja fjöltengið aftur í samband.…
-
Dýralíf
Í næsta nágrenni við vinnuna er fjölbreytt dýralíf, sem sjá má í sporum í snjónum. T.d. Krummar Kanínur Voffar Ekki krummar, en samt fuglar Mýs
-
Þegar þú ert í skýjunum með noise canceling heyrnartólin þín og finnst geggjað að nota þau á fjarfundum þar til þú kemst að því að þó þú heyrir það ekki heyra vinnufélagarnir allt sem er að gerast í Friends þættinum sem dóttir þín er að horfa á. Líka þegar einhver sturtar niður
-
Skrifa bækurnar sem enginn les
-
Ég: það fattar enginn í vinnunni að ég er með bjór ef ég set hann í kaffibolla! Líka ég: ööööö
-
Stundum þegar þreyta og sljóleiki gerir vart við sig síðdegis er ég ekki alveg viss hvort það er vegna loftleysis á skrifstofunni, almenns svefnleysis eða hvort þetta er bara lífsviljinn að fjara hægt út
-
vinnufélagi á afmæli í dag og ákvað þess vegna að refsa okkur
-
Pínulítil snjóskófla eða risastór hönd?
-
Í vinnunni geng ég fram á týndan ungan dreng. Ég: „Ertu týndur? Hvað heitir pabbi þinn?“ Tud: „Pabbi minn!“
-
Stóru málin í vinnunni: Klósettið með brotnu setunni sem klípur mann í rassinn, eða klósettið með lélega netinu?