Tag: vetrarfrí

  • Bugun

    Klukkan er 7.33. Úti geisar snjóbylur. Vetrarfrí í skólanum. Leikskólaverkfall. Ég svaf í 4 tíma.

    Börnin mín þrjú — sem verða heima með mér í allan dag — eru að reyna að ræða við mig um holur í plottinu í Hvolpasveit


    Klukkan er 11.41. Börnin eru langt komin með að klára nammið sem þau betluðu á öskudag. Ég er að reyna að vinna, þarf að skila nokkrum verkefnum í dag.

    Börnin eru að spila Mariah Carey jólalög ?

  • Vetrarfrí

    Við: Hvernig væri að prófa að gera eins og eðlilega fólkið og fara eitthvað í vetrarfríinu?

    Líka við: Frábær hugmynd. Kannski fengum við hana soldið seint, en jú, frábær hugmynd!

    Þannig atvikaðist það að við ókum á Egilsstaði í vetrarveðri og appelsínugulri viðvörun í lok október

  • Farið út úr bænum í vetrarfríinu sögðu þau.

    Það verður gaman, sögðu þau


    Uppfært daginn eftir: Hefði getað sleppt þessu

    Stelpurnar eru búnar að moka öllum snjónum á pallinum fram og til baka svona fjórum sinnum