Tag: verkfall

  • Fjör í verkfalli

    Pt. i

    Albert: *opnar frystinn* „Má ég fá ís?“

    Pabbi: „Nei“

    A: *mikil vonbrigði. mikið hugsað*

    A: „Pabbi … ekki horfa!!“

    Pt. ii

    Albert: *horfir heillengi á Hvolpasveit*

    Pabbi: *læðist til og kveikir á vinnutölvu, vinnur aðeins*

    A: *kemur* „Akkuru er ljós hér? Hvað er þessi takki?“ *ýtir*

    Vinnutölva: *slekkur á sér*

    P: *vaskar upp*

    A: *leikur sér heillengi aleinn*

    Pt. iii

    Í kjörbúð

    Albert: *raðar vörum á færibandið*

    A: *horfir löngunaraugum út í loftið, dæsir*

    A: „Mig langar mjög svo mikið í papriku!“

    Pt. iv

    Albert:„Ég er svona gamall!“ *heldur uppi hönd í þykkri lúffu*

    Pabbi: ?

    A: „Ég er bráðum svona gamall!“ *heldur uppi hönd í þykkri lúffu*

    Pt. v

    Albert: *klæðir sig úr sokkum. Skoðar tærnar mjög vandlega*

    A: *bendir á miðtána* „Er þetta fokkjú tá?“

    [nokkrar mínútur]

    A: *kjagar um*: „Ég elska ekki að segja fokkjú“

    Pabbi: „Jæja góði“

    A: „Ég elska ekki að segja fokkjú“

    Pt. vi

    Albert á stigapalli: „Akkuru hér stigi upp og hér stigi niður?“

  • Verkfall

    á leiðinni heim