Tag: verkfall
-
Hvert ertu að fara?
Í leikherberginu í vinnunni hans pabba: Albert: *byrjar að opna dyrnar* „Pabbi, þú fart ekki koma með!“ Pabbi: „Hmm??! Hvert ertu að fara“ A: „Veitiggi!“ A: *fer*
-
Ár
Til að fagna því að ár er nú liðið síðan leikskólaverkfallinu lauk sit ég fastur heima (ófærð) með þrjú „veik“ börn
-
Dagbók
Kl. 07.30 Starfsdagur í leikskóla/ skóla? Vinna heima, einn með þrjú börn? Iss piss! Eftir leikskólaverkfall og lockdown síðasta vetur er ég fær í flestan sjó! Kl. 8.30 Æ já, það var enginn hvolpur síðasta vetur Kl. 10.30 Bíddu, þagnar drengurinn aldrei? Kl. 13.30 Obbsíbobb, ég var búinn að gleyma þessum Teams fundi, en sem…
-
Velfarnaðaróskir
Vil óska leikskólastarfsfólki innilega til hamingju með nýja samninga um leið og ég vona að þeim gangi vel næstu vikur og mánuði að vinda ofan af þeim ósiðum og hegðunarvandamálum sem óhjákvæmilega fylgja því að láta börn afskiptalaus í hendur foreldra sinna til lengri tíma
-
Tár
Ég mun ekki svara þrálátum orðrómi um að það hafi verið komin tár áður en ég áttaði mig
-
Tíðindi af vesturvígstöðvunum
Tíðindi af vesturvígstöðvunum: Dagur 297.214 í verkfalli. Hér að neðan má finna kannski 17% af því sem við ungi maðurinn höfum rætt í dag: Pabbi: *vinnur heima* Albert: „Pabbi, það er enginn að horfa á Hvolpasveit“ P: „Hmm??!“ P: *fattar að drengurinn er búinn að vera að leika sér með bíla í 20 mínútur* P: „Ó! Má…
-
Ég: „Helvítis fokking fokk! Þetta verkfall á aldrei eftir að leysast!“ Líka ég: „Svona svona, horfa á björtu hliðarnar, annars verðurðu þunglyndur!“ *fimm mínútur* Líka líka ég: „tjah … það eru bara tvö ár þar til hann byrjar í skóla..?!“
-
Bugun
Klukkan er 7.33. Úti geisar snjóbylur. Vetrarfrí í skólanum. Leikskólaverkfall. Ég svaf í 4 tíma. Börnin mín þrjú — sem verða heima með mér í allan dag — eru að reyna að ræða við mig um holur í plottinu í Hvolpasveit Klukkan er 11.41. Börnin eru langt komin með að klára nammið sem þau betluðu…
-
Bugun
Tíðindi af vesturvígstöðvunum: Dagur 27.214 í verkfalli Bugun, nafn þitt er siggimus. Samt á ég yndislegan son, óendanlega fallegan og skemmtilegan. Hugur minn er hjá öllum þeim sem eiga ljót og leiðinleg börn
-
Flinkur að teikna
Fréttir úr verkfalli: Nú er Albert orðinn flinkari en ég að teikna Ég þráspurði hver þetta væri, og hann sagði bara „klurri“ (krulli)
-
Í vinnunni
Loksins aftur í vinnunni Ég: *gengur illa að komast í gang* Ég: Ég: *set á mig heyrnartól, fer á jútjúb, kveiki á Hvolpasveit* Ég: *vinn eins og ég sé þrír*
-
Hjálpa
Albert: *veltir kassa, dót dreifist um allt gólf* A: *leikur áfram, stígur af og til á dót* A: *stoppar, lítur á mig eins og ég sé að bregðast honum* Pabbi: *sest og byrjar að ganga frá*: „Viltu hjálpa? Þá erum við fljótari“ A: „Neinei“