Tag: veikindi
-
Veikur
Sosum eftir öðru að loksins þegar ég verð veikur er það sjúkdómur sem leggst nær eingöngu á leikskólabörn og klaufdýr
-
Frík
Þegar þú kemur út í bíl eftir að læknirinn staðfestir að þú, fullorðinn maðurinn — jafnvel miðaldra — sért með gin- og klaufaveiki og í útvarpinu hljómar Freak like me
-
Klunni
Ég veit að ég er alls ekki ekki handlaginn, jafnvel hálfgerður klunni, en mér finnst samt tú möts að fá gin- & klaufaveiki Þetta helvíti er eins og að vera með pappírsskurð á hverjum fingri og handfylli af glerbrotum í hvorum inniskó Það er eins og öllu sem ég kyngi hafi verið velt upp úr…
-
Þrjú börn
Þrjú börn Ef ég lifi má taka af mér sjálfræðið Uppfært 1. mars 2019 Sosum eftir öðru að loksins þegar tvít frá mér kemst í fjölmiðla er það #pabbatwitter um hvað það hafi verið hræðileg hugmynd að eignast þrjú börn (FYI endaði ég í 39,3°c eftir orrustuna um Jóladagatal Skoppu og Skrítlu, en er nú…
-
Ekki hlaupa
Telma: „Albert, ertu með hlaupabólu?“ Albert: „Nei! Ekki hlaupa, labba!“ Uppeldið á leikskólanum að skila sér heim
-
Skjaldbaka
Sandra, með örlítinn hita: *skríður mjög rólega fram og aftur stofugólfið á fjórum fótum í þrjár mínútur* Pabbi: „Hvað ertu að gera?“ S: „Ég veit það ekki. Held ég sé að herma eftir skjaldböku“
-
Mér reiknast til að þetta gums hafi stytt dvöl mína í helvíti um allt að tvo daga eftir heiftarlega magakveisu fyrir nokkrum dögum. Af hverju er ég fyrst að uppgötva þetta núna, á gamals aldri?
-
Þegar ég skoða snörupúnkturis til að reyna að finna bestu orðin til að lýsa óhljóðunum sem heyrast þegar ég hósta koma helst til greina orðin hrygla, hrygluhljóð, hrygluhósti og snörgl Og nú er ég sannfærður um að ég muni deyja úr hryglu og/eða snörgli
-
Veikur
Þegar þú ert svo veikur að þú nennir ekki einu sinni að snúa sænginni svo að tölurnar séu til fóta Þegar þú ert svo veikur að þú nennir ekki að ná í fjarstýringuna þó það séu komnir 2 þættir af Hvolpasveit síðan börnin fóru Þegar þú ert svo veikur að þú gengur 1.370 skref yfir…
-
er eitthvað aumara en 6 mánaða gamalt barn með gubbupest?
-
Sólarhringurinn frá því þú gubbar þartil þú verður þokkalega viss um að vera laus allra mála
-
Íbúðin er tönn í munni Jens og við veika Telma Karíus og Baktus