Tag: Telma
-
sykur
*Albert aðeins of æstur* Pabbi: „Kannski er einhver búinn að fá aðeins of mikið af nammi og sætindum?“ Sandra: „Er hann með sykursýki?“ P: „Það er kallað sykursjokk“ Telma: „Er hann með sykursokk?!“
-
Telma (7): „Ég veit hver gefur í skóinn! Þið!“ *veifar fingri í átt að foreldrum sínum eins og til að segja ligga ligga lá* Pabbi: *reynir af veikum mætti að kæfa fliss* Mamma: „Veistu að jólasveinarnir gefa bara þeim sem trúa á jólasveinana í skóinn!“ *löng þögn* T: „Ég ætla alltaf að trúa á jólasveinana“
-
Mikið frost?
Pabbi, við sjálfan sig: „…og nú eru þau að spá nítján stiga frosti á sunnudaginn“ Telma: „Er það mikið?“ P: „Jaá, það er soldið mikið“ T: „Nei! Veistu hvað er mikið?“ P: „?“ T: „Þúsund stiga frost“
-
Stelpur: *eitthvað að kýta* Albert: „Stelpur, það á að vera vinir!“
-
Mamma: „… og óþekk börn fá auðvitað kartöflu í skóinn“ Telma *lýgur*: „Það er allt í lagi, mér finnast kartöflur góðar“ M: „Frábært! Kannski heyra jólasveinarnir þetta og gefa þér alltaf kartöflu, líka þegar þú ert góð!“ T:
-
Telma: „Snjókorn falla á allt og alla, börnin leika og skemmta sér.Nú er árstíð kærleika og friðar. Komið er að …“ Albert (3ja ára): „…jólastund!“ T: „Vinir hittast og halda veislur, borða góðan …“ A: „…jólamat!“
-
Hengí pengí
Telma: „Hvað þýðir hengí pengí?“ Pabbi: „Hmmm… Meinarðu hanky panky?“ T: „Já“ P: „Öööööööööö, að gera eitthvað sem má ekki, þegar þú ert … óþekk” T: „Það er hengí pengí í Barbí görl“
-
Fátt verra en þegar lítil börn byrja að gubba einmitt þegar maður er að bursta tennurnar. Svo liggur maður hálfsofandi alla nóttina með annað augað opið og 170 í púls og hrekkur upp með andfælum á sjö mínútna fresti ef einhver hóstar í 200 metra radíus Uppfært, 18. nóvember:…og nú taka við nokkrir sólarhringar á…
-
Telma er veik heima. Í sjónvarpinu eru tónlistarmyndbönd. Taylor Swift: *syngur Blank Space* Te: *hreyfir varirnar með og dillar sér* TS: *lemur bíl og ýmislegt fleira með golfkylfu* Te: „Er hún reið af því hann er alltaf í símanum?“
-
Grinch: *er í sjónvarpinu* Dóttir: „Pabbi, er jólasveinninn til í alvörunni?“ Pabbi: D: „Eða eru það þú og mamma sem setja í skóinn?“ Pabbi: Grinch: *gerir eitthvað fyndið* D: *hlær* Pabbi: *læðist í burtu*
-
Pabbi kemur heim úr vinnunni: „Hæ! Hvernig gekk dansinn á sýningunni í dag með Margarita?“ Dætur *veltast um gólfið öskurhlæjandi*: „Pabbi! Lagið heitir Señorita!“
-
Uppvakningarnir
fara á ball The undead family gets dressed up for a ball