Tag: Telma

  • Skemmtilegur dagur?

    Heimakennari: „Jæja ástin mín, látum okkur sjá! Verkefni dagsins er … að skrifa um skemmtilegan dag!“

    Barn: ?„Ég skil ekki..? Hvað er það?“

  • Hvolpasveit

    Telma: ? „Það eina sem Albert horfir á er Hvolpasveit!“

    Albert: „Nei! Ég horfi líka Po patról! Og Mætí pöps!“


    (Mætí pöps eru semsagt þættir / bíómynd þar sem Hvolpasveitin er með ofurkrafta: Mighty Pups)

  • Netflix

    Gaman að sjá hvað börnin voru fljót að læra á Netflix.

    Ekki að ég sé neinn sérfræðingur, en mér skilst að það eigi að leita að einhverju í klukkutíma og horfa svo á Mamma Mia í tólfta skipti

  • Hundahvíslarar

    Ef eitthvað er að marka hvað Albert tekur þjálfun vel eftir að hann breyttist skyndilega og óvænt í hund eru systur hans sannkallaðir hundahvíslarar


    Mamma: *kemur heim*

    Pabbi: „Öööööööööö, ég er með góðar fréttir og slæmar fréttir…“

    M: „?“

    P: „Góðu fréttirnar eru að leikskólinn verður ekki lengur vandamál… slæmu fréttirnar eru að nú eigum við tvær dætur og… mjög vel upp alinn hund“

  • Mr Bean

    Sandra: „Telma er hrædd að horfa á Mr Bean!“

    Pabbi: ?? „Af hverju? Er hún kannski hrædd við bangsann?“ ??

    Telma: „Nei, af því hann er alltaf að lokast inni einhversstaðar“

    P: ??????

  • Kappi

    Telma & vinkona: *leika sér í stofunni*

    Albert: *inni í eldhúsi að leika sér*

    T & v: *eitthvað dettur í gólfið með látum, mikið garg!*

    A: *hleypur inn í stofu* „Kappi, kominn í málið!“

  • Betra?

    Sandra við Telmu: „Hvort finnst þér betra, að horfa á bíómynd og borða ís, eða að borða baunir?“

  • Bugun

    Klukkan er 7.33. Úti geisar snjóbylur. Vetrarfrí í skólanum. Leikskólaverkfall. Ég svaf í 4 tíma.

    Börnin mín þrjú — sem verða heima með mér í allan dag — eru að reyna að ræða við mig um holur í plottinu í Hvolpasveit


    Klukkan er 11.41. Börnin eru langt komin með að klára nammið sem þau betluðu á öskudag. Ég er að reyna að vinna, þarf að skila nokkrum verkefnum í dag.

    Börnin eru að spila Mariah Carey jólalög ?

  • Stekkjastaur

    Telma: „Pabbi, er afi Stekkjastaur?“

    Pabbi: „Af hverju heldurðu það?“

    T: „Hann er með tréfót!“

    Sandra: „Auðvitað! Þess vegna býr hann einn!!?“

    Albert: „Afi er ekki jólasteinn!“

  • Staðan

    Albert: Fer ekki aftur á leikskólann fyrr en á mánudag

    Telma: Gleymdi leikfimifötunum heima

    Sandra: Gleymdi skólatöskunni heima og braut gleraugun

    Annars erum við bara ágæt sko

  • Bíó

    Þegar þú spyrð börnin hvort eigi að fara í bíó áður en þú tékkar hvað er í boði …


    … ekki einu sinni Bersi kunni að meta þetta helvíti

  • Keyrum út úr Skeifunni

    Barn: „Hvað er Hreyfill?“

    Pabbi: „Leigubílastöð! Vitiði að einu sinni gerðu þau auglýsingu með símanúmerinu?“ *raular auglýsinguna*

    20 sekúndum síðar:


    Uppfært: ég mundi semsagt ekki eftir neinu nema laginu


    En hef greinilega ekki alltaf munað það…