Pabbi: „…já, Kátur er krókódíll, en mamma hans er fíll! Varstu búinn að taka eftir því?“
Telma: „Jahháts! Löngu búin að taka eftir því! Það er af því að hann er dáleiddur“
P:
Telma: „Æ, ég ruglast alltaf á dáleiddur og ættleiddur“
Pabbi: „…já, Kátur er krókódíll, en mamma hans er fíll! Varstu búinn að taka eftir því?“
Telma: „Jahháts! Löngu búin að taka eftir því! Það er af því að hann er dáleiddur“
P:
Telma: „Æ, ég ruglast alltaf á dáleiddur og ættleiddur“
Telma: *er í heimsókn í vinnunni hjá pabba* „Pabbi, hvað gerirðu eiginlega í vinnunni?“
Pabbi *tárast yfir því að einhver sýni vinnunni hans áhuga*: „Sko, ég skrifa leiðbeiningar með forritum. Eins og til dæmis ef þú ætlar að skrifa í tölvunni og prenta út, þá eru til leiðbeiningar sem segja ýttu hér og skrifaðu svona og ýttu svo hér og ýttu svo á OK og svo kemur blaðið úr prentaranum. Ég geri svoleiðis!“
T: „Mig langar svo í Nutella“
Tveimur tímum síðar….
Telma: *labbar framhjá þegar pabbi er að skoða tölvupóst* „Hvers konar leiðbeiningar eru þetta eiginlega?!?“
Pabbi:
T: „Ég hef sko aldrei séð svona leiðbeiningar…“
Þegar þú klúðrar skráningunni á sumarnámskeið og þarft að taka gríslingana með í vinnuna er gott að hafa aðgang að sterkbyggðu búri
/when you mess up signing the kids up for their summer course and need to bring the little rascals to work, it’s good to have access to a sturdy cage
Dóttir: „Hvernig skrifar maður vadda?“
Pabbi: „Hmm? Hvað þýðir það?“
D: „Ööööö, eins og vadda fökk“
Þegar dóttir þín getur ekki borið skólatöskuna heim af því það var fjöruferð í skólanum og hún tók *alla* steinana (þessi stærsti vegur slétt sex kíló)
Í samkomubanni hafa börnin m.a.:
Kitluvélin í aksjón
Í dag lærðu börnin mín að þolinmæði þrautir vinnur allar.
Það getur tekið Tannálfinn 2-3 nætur að gera sitt, en hann skilar sér á endanum
Hef annars heyrt dæmi þess að Tannálfurinn hafi skilið eftir skuldaviðurkenningu.
Og miða um að ákveðin upphæð verði millifærð á bankareikning barnsins
Ég geri pizzu: Hmmm, þetta er of lítið af osti, best að setja oooooggulítið meiri ost!
Allir: *pota í* „Hvað segirðu, er ostur í matinn aftur?“
Dóttir: „Ef ég héti Elsa myndi ég sko örugglega elska Frozen!“
Pabbi: „Veistu, ef þú hétir Elsa myndirðu sko örugglega ELSA Frozen, ha?!“ *bókstaflega deyr úr hlátri*
Allir viðstaddir: *DÆS*
Albert: „Dedí, æ vont eppúl!“
Pabbi: „Dú jú vont vonn or tú eppúl?“
A: „Æ teik vonn eppúl“
P: „OK, æ vil giv jú vonn eppúl! Telma, dú jú olsó vont eppúl?“
Telma: „???“
Telma gerði krefjandi þrautabók
Af og til gleymir maður því í augnablik að stelpurnar reyna að myrða hvor aðra nokkrum sinnum á dag