Tag: Telma
-
Þegar barnið fær að koma með á hundanámskeið og klárar næstum hundanammið
-
Telma: „Fæddist ég um nótt?“ Pabbi: „Já“ Albert: *bendir á dótabíl* „Þessi fæddist í nóttinni. Hún var að sofa og þá fæddist hún!“
-
Telma: „Mig langar svo mikið að búa í Indlandi. ? … Nei, Japan!“ Pabbi: „Nú? Af hverju?“ T: „Bíddu, er það í Indlandi eða Japan sem má smjatta?“
-
Dagbók
Kl. 07.30 Starfsdagur í leikskóla/ skóla? Vinna heima, einn með þrjú börn? Iss piss! Eftir leikskólaverkfall og lockdown síðasta vetur er ég fær í flestan sjó! Kl. 8.30 Æ já, það var enginn hvolpur síðasta vetur Kl. 10.30 Bíddu, þagnar drengurinn aldrei? Kl. 13.30 Obbsíbobb, ég var búinn að gleyma þessum Teams fundi, en sem…
-
Dóttir: „Ég var að veifa þér eins og brjáluð í dag!“ Pabbi: „Nú?“ D: „Já, ég labbaði framhjá með bekknum. Ég sá hvað þú varst að gera í tölvunni!“ P: „Vinna?“ D: „Nei! Þú varst í meiköpp leik!“ P: *skömmustulegur* „Jedúddamía! Aldrei segja neinum í vinnunni minni!“
-
Telmu finnst hræðilega ósanngjarnt að Húgó hafi verið sofandi þegar hún kom heim úr skólanum, en vill vera alveg viss um að hann finni eitthvað til að leika með þegar hann vaknar /Telma thinks it’s terribly unfair that Hugo was asleep when she got home from school, but she wants to make sure he’ll find…
-
Þenx
Telma (8): „Pabbi, hvernig skrifar maður þenx?“ Pabbi: *lítur upp, opnar munninn…* Albert, nýorðinn fjögurra ára: „i eff i ú!“
-
Tilgangur
Þú vandar þig. Þú lest bækur. Þú fylgist með fólki sem gerir þetta vel. Þú talar við fólk sem gerir þetta vel. Þú reynir að læra af fólki sem gerir þetta vel. Þú reynir að læra af fólki sem gerir þetta illa. Þú liggur andvaka á nóttunni og hugsar um hvernig þú getur gert betur.…
-
Tönn
Telma missti tönn óvænt og gerði viðeigandi ráðstafanir. Eftir að Telma var sofnuð kom Sandra niður: „Ekki gleyma að setja pening, pabbi!“
-
Blettus Grænmetikus
Glanna Glæp tókst með blekkingum og undirferli að sannfæra bæjarstjórann um að allir fengju Blettus Grænmetikus af því að borða grænmeti
-
Á Google
Stelpurnar *fikta í tölvunni* Stelpurnar, mjög impóneraðar: PABBI!! ÞÚ ERT Á GOOGLE!
-
Ís
Þegar gefa skal systrum ís getur vog sem vigtar upp á gramm afstýrt hjaðningavígum