Tag: Telma
-
Útilega
Fórum í útilegu til Melnsils í Lettlandi
-
Ull
Það sprettur út á mér kaldur sviti og ég skelf á beinunum. Ég hef aldrei séð annað eins. Barnið umturnast, afmyndast, verður nánast óþekkjanlegt. Út úr þessu öllu saman stendur svo lítil tungan, eins og látlaus punktur yfir martraðakenndu i-i Ég veit ekki hvaða illmenni kenndi litla Telminatornum mínum að ulla, en ég er nokkuð…
-
Grjónagrautur
Ég vil trúa því að ef dætur mínar fái grjónagraut annarsstaðar muni þær um ókomin ár segja „þessi grjónagrautur er ekki eins og grjónagrauturinn hjá honum pabba mínum“ Þegar þær verða aðeins eldri munu þær bæta við „þessi er ekki brenndur“ Uppfært: Telma bað þrisvar um meira. Vesalings barnið
-
Uppáhalds
Telma raular nýja uppáhaldslagið sitt: skeið skeið skeiðskeiðskeið skeið skeiðskeið skeiðskeið skeið skeið -Telma
-
„Telma! Þú færð eitt tækifæri! Annars færðu límmiða!” Sandra elur litlu systur upp (mögulega er hún að misskilja eitthvað agaprógrammið á leikskólanum)
-
Sandra / Telma
Fyrr í kvöld sagði önnur dóttir mín (ég segi ekki hvor!) við mig: „Pabbi, þú verður að læra að segja Sandra við mig og Telma við Telmu“ Earlier tonight, one of my daughters (I’m not saying which one!) said: “Daddy, you have to learn to call me Sandra and Telma Telma”
-
Bólusetning
Vikur ef ekki mánuðir af áhyggjum og stressi og kvíðahnútum og frestunum virðast hafa verið ástæðulausir! Hingað til hafa stelpurnar hrinið eins og stungnir grísir ef einhver svo mikið sem nefnir sprautu, en blessunarlega kipptu þær sér ekkert upp við þessa
-
Samhugur
Númer eitt sofnuð eftir að hafa selt upp öllu sem upp selja má Númer tvö sýnir samhug með því að kúra hjá henni (og horfa á Stubbana)
-
Lykt
Á föstudaginn, um klukkutíma áður en frúin átti að mæta á kvöldvakt, var hringt frá leikskólanum til að láta vita að Telma hefði gubbað Í morgun, um klukkutíma áður en frúin átti að mæta á morgunvakt, gubbaði Sandra I smell a rat
-
Lítill strípalingur
Eins og ég er orðinn þreyttur á því að hlaupa heilu og hálfa dagana eftir pínulítilli berrassaðri stelpu, öskrandi „Telma, komdu í bleyju!” hefur nú komið í ljós að það getur haft sína kosti að eiga lítinn strípaling Jú, þegar hlaupabólan (loksins!) gerir vart við sig veistu af því innan tveggja mínútna!
-
Irony
Þær eru auðvitað allt of ungar til að skilja íróníuna í þessu (og hér er enginn fullorðinn), en tæpum 10 mínútum eftir að ég gargaði á stelpurnar að fara varlega í kringum (kalda) eldavélina lagði ég fingur klaufalega á (heita) eldavélina Of course they are way too young to appreciate the irony of this (and…
-
Boð
Eru til fegurri orð á íslenskri tungu en „Boð um leikskóladvöl“? Uppfært: Í dag komu líka barnabætur! Í dag elska ég börnin mín!