Sandra: „Telma var óþekk! hún sleikti ostinn minn!“
Pabbi: „Stúlkur, við þurfum greinilega að ræða um virðingu fyrir osti“
Sandra: „Telma var óþekk! hún sleikti ostinn minn!“
Pabbi: „Stúlkur, við þurfum greinilega að ræða um virðingu fyrir osti“
Um hálfátta í morgun:
Sandra: „Hvaða dagur er í dag?“
Pabbi: „Fimmtudagur“
Telma setur í brýrnar, bendir út um eldhúsgluggann og djúpt inn í myrkrið. Hvæsir: „Nei! Það er ekki dagur!“
„Manstu þegar remúlaðið prumpaði?“
Dæturnar (3,5 & 5) rifja upp gömlu góðu dagana (kvöldmatinn í gær)
Í stofunni borar Telma í báðar nasir í einu á meðan Sandra spilar á flautu úr upprúllaðri ostsneið
Solla Stirða kom í heimsókn með kanínu vinkonu sinni
Skæri eru ekki barna meðfæri
og barbí greyið grætur
Stelpurnar eru nú búnar að syngja öll sín samtöl í 5 mínútur.
Verki mínu hér er lokið
Á leið í leikskólann í morgun var verið að ræða ýmislegt sem má gera þegar maður stækkar:
Pabbi: „..einmitt! Og þegar Telma verður stór eins og þú má hún líka gera svona!“
Telma: „Ég vil ekki verða stór!“
Sandra: „Þá verðurðu að hætta að borða lýsi!“
T: „En ég vil ekki borða Lísu!“
Telma: „Ég steig ekki á tána þína, það var skórinn!!“
Sú ólýsanlega gleði að uppgötva seinnipartinn að leikskólinn opnar ekki á morgun heldur hinn
„simmsimm simmsimm“
-Telma um allar gular fígúrur, s.s. minions, gul m&m með andlit, og síðast en ekki síst, Svamp Sveinsson