Tag: Telma
-
„Svona talarðu ekki við eldra fólk!“ Eldri og lífsreyndari stóra systir, Sandra (6), við Telmu (4,5)
-
Diskur fyrir Eygló
Stundum þarf auka disk fyrir Eygló. Eygló þarf samt ekki mikið, því Eygló er dúkka
-
Mamma: *skoðar mynd af rauðhærðu fólki* Dóttir: „Eru þetta nornir?“
-
Hunder-egg
Telma: „Pabbi, mig langar í hunder-egg!“ Pabbi: „Nei, það er ekki í boði, ástin mín“ T: „Pabbi, þegar ég er orðinn miklu stærri en þú ætla ég ekki að gefa þér hunder-egg!“
-
Giskaðu
Barn: „Pabbi! Komdu í leik! Giskaðu á hvað ég er að segja!“ B: *Hönd fyrir munn. Munnur hreyfist í 4 mínútur* B: „Hvað sagði ég?“
-
Hver vinnur?
Telma, 4 ára: „Pabbi, hver vinnur?“ Pabbi: „Kemur í ljós þegar leikurinn er búinn, ástin mín“ T: „PABBI! HVER VINNUR?!!?“
-
Kastali
-
Djús
Telma: „Pabbi, má ég fá djús?“ P: „Já. Viltu rauða glasið eða gula glasið?“ T: „Já“ P: „… ööö … gula glasið?“ T: „Ég sagði já pabbi. Heyrðirðu ekki að ég sagði já? Ég sagði: Já!“
-
Heima
Það er gott að koma heim aftur
-
Brúðuleikhús
Fyrsti þáttur: hvað á að gera við börnin? Á endanum stal lögreglan þeim, en það má samt ekki setja þau í „fangels“
-
Kisa
Sandra fær hugmynd: Telma, viltu vera kisa? /Sandra has a great idea: Telma, you want to be a cat?
-
Sofa út
Þegar „sofa út“ er farið að þýða vakna við vekjarann en ekki börnin