Tag: Telma

  • „Þegar ég verð stór og búin að eignast barn og búin að kaupa mér síma vil ég að heyrist „ding dong dingadingdong“ þegar einhver hringir í mig“

    -Telma búin að plana framtíðina

  • Góða kaffihúsið

    Matseðillinn á „Góða kaffihúsinu“

    Get alveg mælt með ostasúpunni. Bíð eftir að prófa fiskana


    Fiskarnir, frönskurnar og espressóið. Allt afbragðsgott og meðmæla verðugt

    NB: Ég kom sjálfur með stútkönnuna

  • Baðdagur

  • litla fólkið vill vera með

  • Á ströndinni

    Á ströndinni í Jurkalne

  • Í skóginum

    Gönguferð í Dabas Taka Rivas loki, í Saka, Lettlandi

  • Á ströndinni

    Ljúfa lífið á ströndinni í Jurkalne, Lettlandi

  • George og þvottekta kúrekakaffi í sveitinni


    Telma, 5 ára, sá myndina og hugsar upphátt: „Af hverju var pabbi að taka mynd af George og kaffi?“

  • Á ströndinni

  • Í Lettlandi

    Laugardagur. Síminn hringir. Ance. Nema þetta var ekki Ance. Þetta var…

    Telma: „Hæ pabbi! Hvað ertu að gera? Ertu í vinnunni?“

    Pabbi: „Nei, engin vinna í dag, ég var að koma heim úr búð! Hvað ert þú að gera?“

    T: „Ég er að gera leikrit í Lettlandi. Sandra vill ekki horfa. Mamma er að lesa bók í Lettlandi. Ég var að hjóla með engin hjálpardekk! Opis keypti nýtt hjól í Lettlandi“

    P: „Mér heyrist vera gaman … í Lettlandi“

    T: *fliss* „Já! Í kvöld erum við að fara í bað í Lettlandi“

    Ance (í bakgrunni): „Telma, hvað ertu að gera?“

    T: „Ég er í símanum í Lettlandi!“

    A: „Ertu í símanum í alvörunni? Við hvern ertu að tala? Ertu nokkuð að stelast til að hringja í pabba til Íslands?“

  • Ungfrú Prinsessa

    Telma: „Af hverju er ungfrú Prinsessa kúla með hendur og fætur, en kallinn venjulegur?“

  • Þokkalega

    „Nei ástin mín, það á að segja þokkalega gott. Þ-Þ-Þ-Þokkalega!“