Tag: Telma

  • Sandra: „Má ég fá símann?“ Pabbi: „Nei, held það sé komið nóg af síma í dag“ Sandra: „Heyrðu pabbi, þú ert sjálfur í símanum allan daginn“ Telma: „Já, meira að segja á klósettinu!“

  • Fjórar vikur

    Ég, í apríl: Já, það er geggjuð hugmynd að ég verði heima í fjórar vikur í sumar og hugsi um börnin! Við getum gert svo margt æðislegt saman! Líka ég, í júlí, 2 vikur búnar af 4: Grátandi inni á klósetti meðan börnin horfa á jóladagatal Skoppu og Skrítlu

  • „Pabbi, hvernig skrifar maður B O B A?“

  • Kíkja

    Pabbi: „Ertu búin að taka til í herberginu þínu?“ Barn: „Já!“ P: „Nú er það? Vá! Ég ætla að kíkja“ B: „NEEEEEIIIII! EKKI KÍKJA!“

  • „Oj mæ god!”

  • Það besta við daginn eftir að þú kemur heim úr sumarfríi er auðvitað að börnin eru enn á öðru tímabelti og vakna kl. 5 en ekki 8

  • „að spila tefl“

    Átta ára reynir að kenna mátulega móttækilegri sex ára „að spila tefl“ „Þegar kóngurinn þinn er dauður drepast allir úr þínu liði“ Reglurnar „Ég kalla þennan skák af því að hann má bara fara á ská!“ Um biskup „Af hverju hopparðu ekki yfir þennan hest?“ Bendir á peð

  • Tjald

    Í þessu tjaldi ætlar lítil hugrökk Telma að sofa í nótt. Hún hafði varla tíma til að kveðja foreldra sína áður en hún hljóp út, ásamt örlítið eldri frænku sinni og ömmu. Á sama tíma situr Sandra og fléttar vinaband fyrir móður sína úr litlum gúmmíteygjum. Glaðvakandi og eldhress, enda svaf hún nær allan daginn…

  • Ofan í jörðina

    Telma: „Ég veit af hverju ömmur og dáið fólk eru sett ofan í jörðina.“ Pabbi: „Nú? Af hverju er það?“ T: „Annars fyllist allt af dánu fólki og ömmum!“

  • Baðdagur

    Aðeins að skola skítinn af liðinu

  • Reið

    Pabbi: „Jæja stelpur, við vorum að skrá ykkur á reiðnámskeið í sumar eins og þið vilduð!“ Sandra: *dansar af gleði* Telma: *skilur ekkert* „Reið námskeið? Eigum við að vera reiðar?“

  • Stúpid boy

    Sandra: „Þegar hún syngur lagið í alvörunni segir hún efforðið, en í Júróvissjón segir hún bara stúpid bits. ööö ? nei, stúpid boj“ Telma meltir þetta aðeins Sandra: „Stúpid boj þýðir kjánastrákur“ Systur sperra eyrun og hlusta mjöööööööög vandlega á textann. Sandra: „Heyrðirðu? Hún sagði maðafokka bits!“ 10 mínútum síðar heyrist í Telmu raula „maðafakka…