Tag: Telma
-
Skæri
Pabbi: „Hvar eru skærin?“ Dóttir: „Uppi. Það var einhver að klippa sófann!“
-
Leika með tannbursta
Telma: „Pabbi …“ *togar í ermi* Pabbi beygir sig niður og ber eyrað að munni Telmu. Telma *hvíslar*: „Ég þarf að segja þér leyndarmál. Albert var að leika sér með tannbursta og henti Söndru bursta í klósettið. En þetta er allt í lagi, ég er búinn að skola hann og setja á sinn stað“
-
Febrúarlög
Telma: „Pabbi megum við hlusta á jólalög?“ Pabbi: „Jólalög?! En það er kominn febrúar!“ T: „ … megum við þá hlusta á febrúarlög?“ Ps: Ef börnin mín spyrja, þá er Gling-Gló febrúarlög
-
Vinkona Telmu: „Rúsínur eru vínber! Þurrkuð vínber!“ Telma: „Hvernig veistu? Ertu Ævar vísindamaður eða hvað?“
-
Telma þrætir við föður sinn: „Þú ert bara sjálf heyrnarlaus!“ Pabbi: … ? T: „Ööö, þú ert bara sjálfUR heyrnarlaus…UR!“
-
Latur
Ég er ekki að segja að ég sé latur, en ég var eiginlega feginn að diskurinn sem Telma braut var einn af þeim sem ég átti eftir að vaska upp
-
Telma, 8 ára, horfði á Skaupið 2018 í þriðja sinn í gærkvöldi. Við hvern einasta skets: „Pabbi af hverju er þetta fyndið?“ Ég reyndi að svara nokkrum sinnum, en svo voru svörin orðin lengri en sketsarnir…
-
Barnauppeldi
Fyrsta barn Skv. grein sem ég las er best að gera svona og vera ákveðinn. Nei þýðir nei! Þriðja (og síðasta) barn Ooooo, hvernig get ég sagt nei við svona mikla dúllu og rúsínurassgat!?! Líka þ.(o.s).b. Hmmmmm, hvernig stendur á því að hann er svona mikil frekja?!?
-
„Fjölskyldumynd“
Í gærkvöldi horfðu stelpurnar á „fjölskyldumyndina“ Sumarbörn á Rúv. Í kvöld ætlum við að reyna að finna eitthvað álíka skemmtilegt, t.d. að láta róna gera á þeim rótarfyllingu
-
Öskrin þagna
Þegar öskrin og lætin á efri hæðinni þagna allt í einu en þú þorir ekki upp að tékka hvort stelpurnar hafi leyft litla bróður að vera með í leiknum eða drepið hann
-
Barnajól
-
Ung, ónefnd stúlka í heimsókn: „Mamma mín sér mjööööög vel. Þegar ég málaði með hvítu á hvítan vegg þá sá hún það!“