
Tag: Telma
-
Stytti upp
Á göngu um vot stræti Visby -
Námskeið
Jájá, sendum stelpurnar á reiðnámskeið! Hvað er það versta sem getur gerst?
Vondur hestur -
Kjalarnesdagar
Skreytt fyrir Kjalarnesdaga -
Rusl
Pabbi: „Sandra, geturðu farið með ruslið út í tunnu fyrir mig?“
Sandra: „Telma! Ég fæ að fara út með ruslið!!“
Telma: *öskurgrenjar* „Ég vil líka fara út með ruslið!“
-
Telma, sjö ára, eitthvað pirruð á leik í snjalltæki: „Nei!! Efforðið! Mörgum sinnum!“
-
Tvífarar
Sandra: „Allir eiga tvífara sem er alveg eins og þau!“
Telma:
„Tvífarinn minn á heima á Mars og heitir Mars Meló“
-
Ber
Telma: „Má ég segja brandara? Það voru tvö ber og eitt berið sagði „Mér er kalt.“ Þá sagði hitt berið: „Það er ekki skrítið, því þú ert ber!““
Pabbi: „Haha, þetta var fyndið!“
Sandra: „Hey! Þegar ég sagði þennan brandara um daginn þá fórstu ekkert að hlæja og sagðir bara „Ertu ekki alltaf að segja þennan?““
-
Heitt
Telma: „Úff hvað mér er heitt! Ég er alveg að svitna!“
*fimm mínútur líða*
T, úr eldhúsinu: „Pabbi, við þurfum að kaupa stærri frysti!“
P: „Af hve … NEEEEEI, EKKI FARA INN Í FRYSTISKÁPINN!“
-
Hjólatúr
Svona fyrst hjólin hrundu ekki af og særðu einhvern til ólífis þori ég að birta myndir. (við ókum 33km til að hjóla 6km og keyra svo 33km til baka)
-
Roar
Klukkan er 08:09. Ég hef nú setið í klukkutíma og vonast til þess að þetta sé síðasta skiptið sem dóttir mín hlustar á Katy Perry – Roar
-
Þegar þú átt cheap ass, latan og almennt bara ömurlegan pabba sem samþykkti loksins að hafa hamborgara, en fannst í lagi að bjóða upp á þetta sem franskar
Pakki af Piknik kartöflum