Tag: Telma

  • Keyrum framhjá Sirkus á Seyðisfirði. Telma: „Kannski er itt þarna inni“ Sandra: „Itt? Akkuru?“ T: „Það er alltaf trúður í sirkus!“

  • Ljósárfoss

    Héldum upp á daginn með því að rölta upp að Ljósárfossi í Hallormsstaðaskógi

  • Systur

    Sjónvarp: *auglýsing fyrir sænsku sjónvarpsþættina Systur 1968* Telma: *hleypur og nær í eitthvað* „Er þetta mynd um þessa bók?“

  • Í lyftu sem nýlega var endurnýjuð að öllu leyti. Barn: „Sagði lyftan Hæ sjö?! … en við erum bara fimm?!“

  • Telma: „Af hverju heitir hann Kókos Baníel?“ Pabbi: „Kókos? Hver heitir Kókos?“ T: „Æ, þarna hundurinn!“ P: „Ertu að meina Cocker Spaniel?“

  • Les fyrir Telmu, býð henni góða nótt og sit svo aðeins hjá henni í þögn. *sjö mínútur* Telma: „Pabbi, af hverju færðu aldrei hiksta?“ Pabbi: „Ööööö, hvað meinarðu, ég fæ stundum hiksta!“ T, ásakandi: „Ég hef aldrei séð þig með hiksta!“

  • Niðrá strönd

  • Pabbi: „Sérðu þetta? Langafi þinn bjó þetta til, hann hét Grímur“ Telma: „Það á ekki að segja hét, heldur heitir!!“ P: „Nei, maður segir hét af því að hann er dáinn“ T: „Nei! Ef þú segir hét er eins og hann hafi skipt um nafn!“

  • Sandra kom heim úr skólanum með KSÍ lyklakippu, fána og plaköt með landsliðum kk & kvk. Sýnir stolt og glöð. Pabbi: „Geggjað! Og nafna þín í marki, Sandra Sigurðardóttir!“ Telma, ekki impóneruð: „Mér finnst miklu skemmtilegra þegar ég er á myndinni.“

  • Sandra: „Ég vil ekki koma í Barbí“ Telma, mjöööög alvarleg: „Þú ert að svíkja loforð. Það deyr einhver þegar þú svíkur loforð. Langafi eða einhver deyr.“ Pabbi: „Neinei, það deyr enginn!“ T: „Jú, það deyr einhver. Einhver sem er löngu dáinn!“

  • Þegar þú ert á safni og börnin þín ná ekki inn á topp sjö brjáluðustu börnin á leiksvæðinu þrátt fyrir verðuga tilraun

  • Krossnesfjall

    Gengum á Krossnesfjall, sem er hæsta fjall sem við höfum gengið saman 🙂 (Úr ferð á Norðurfjörð á Ströndum með Ferðafélagi barnanna.)