Ég: Jú, kynslóðin mín er fyrsta kynslóðin sem náði almennilega að fóta sig á netinu. Margir af eldri kynslóðum eiga fullt í fangi með þetta allt saman
Líka ég: Breytti þemanu í FB Messenger spjallinu við konuna mína óvart í Hanukkah og var í tvo daga með Menorah sem þumal
Tag: siggi klúðrar stöffi
-
Hanukkah
-
Stytta biðina
Þegar þú ferð með börnunum út í fótbolta á aðfangadag til hjálpa þeim að að stytta biðina, en endar svo á því að dúndra boltanum í smettið á dóttur þinni og brjóta gleraugun hennar
-
Pizza
Note to self: Næst þegar þú ætlar að geyma kanil í kryddstauk sem stendur á Pizzakrydd fyrir krakka, skaltu muna að skrifa KANILL með mjög stórum stöfum
Ok, lítur ekki út fyrir að þetta sé milljón króna hugmynd
Krakkarnir sökuðu mig um að reyna að drepa sig
Konan hefur reyndar aldrei borðað svona mikið af heimalöguðu pizzunni minni
Sosum ekki það versta sem ég hef smakkað
Og ef út í það er farið sosum ekki það versta sem ég hef eldað heldur
-
Ef þér líður einhvern tíma illa yfir frammistöðu þinni í eldhúsinu máttu vita að til er fólk sem hefur klúðrað pakkasósu þannig að hún varð kekkjótt
(Við munum ekki nefna þetta fólk á nafn, til þess skammast ég mín allt of mikið)
-
Tannálfurinn
Telma: „Hey! Ég gleymdi að kíkja undir koddann í morgun til að sjá hvað ég fékk frá tannálfinum!“
Pabbi: *svelgist á kornflexi. lítur skelkaður á mömmu, sem horfir döpur í gaupnir sér*
Sandra: *horfir ásakandi á foreldra sína og hristir höfuðið*
T: *kemur niður aftur. leið*
S: „Tannálfurinn er í sóttkví!“
-
Þegar þú ert í skýjunum með noise canceling heyrnartólin þín og finnst geggjað að nota þau á fjarfundum þar til þú kemst að því að þó þú heyrir það ekki heyra vinnufélagarnir allt sem er að gerast í Friends þættinum sem dóttir þín er að horfa á. Líka þegar einhver sturtar niður
-
Þegar þú fattar of seint að þú ýttir á 8 (sem er einmitt rétt hjá 0) þegar sjálfsafgreiðslukassinn spurði hvað þú vildir marga poka
-
Bíó
Þegar þú spyrð börnin hvort eigi að fara í bíó áður en þú tékkar hvað er í boði …
… ekki einu sinni Bersi kunni að meta þetta helvíti
Bersi í bíó – að horfa á Hvolpasveit -
D-vítamín
Ég: Skil ekki alveg hvernig ég gat endað með alvarlegan d-vítamínskort þegar ég er bara frekar duglegur að taka lýsi ?
Líka ég: Ó
Hákarla lýsisperlur Fæðubótarefni Inniheldur ekki D-vítamín INNIHELDUR EKKI D-VÍTAMÍN -
Trackpad á fartölvunni hættur að virka. Control panel. Fikt. Ekkert. Gúggl. Uppfæri drivera. Restart. Ekkert.
Meira Gúggl. Driverar beint frá framleiðanda. Restart. Ekkert.
Enn Gúggl. Ekkert.
Þrír klukkutímar. Ekkert.
Hmmm, hvað gerist ef ég ýti á þennan takka..?
Skyldi þessi takki kveikja aftur á trackpad? (Spoiler: Já!) -
Gleymdi að það væri dótadagur á leikskólanum hjá pjakknum í dag
Nú veit ég hvernig kúk líður
-
Tappi
Þegar þú ætlar að skrúfa tappann af lýsisflöskunni nema þú varst búinn að því og fingurnir á þér munu lykta eins og lýsi til eilífðarnóns