Tag: Sandra

  • Gekk framhjá herbergi Söndru í gærkvöldi og heyrði börnin syngja með So Real – Jeff Buckley. Stakk inn höfðinu og sá Albert (9) taka Doolittle úr umslaginu og rétta Söndru (14) til að setja á plötuspilarann

    Sandra lítur upp: „Það þarf ekkert DNA próf hér, ha?“

  • Lemur

    Pabbi: „Blablabla … en það lemur í Kjós!“

    Sandra: „Þú varst alltaf að segja þetta þegar ég var lítil og ég hélt alltaf að þú værir að segja lemúr í Kjós! Og ég vissi ekki hvað lemúr er, hélt það væri eitthvað stórt dýr…“

  • Engin pása

    Ég sat og aðstoðaði dóttur mína—sem er ekki alveg þolinmóðasta manneskja í heimi—við heimanám

    Albert kemur til mín með tár á hvarmi og knúsar mig innilega

    Pabbi: „Hvað er að?“

    Albert: „Ég er svo leiður að þú fékkst enga pásu“

    Pabbi: „Pásu?“

    A: „Fyrst var ég óþekkur smákrakki og einmitt þegar ég hætti því varð Sandra unglingur og fékk unglingaveikina. Bráðum fær Telma unglingaveikina og áður en henni batnar verð ÉG örugglega kominn með unglingaveikina!“

  • Baldur

    Baldur

    Skömmu eftir hádegi á miðvikudag

    Sandra: „Getum við farið á Skálmöld um helgina?“

    Ég: *hmmm, æ, er það eitthvað skemmtilegt?*

    Líka ég: *Öööö, hvað er annars langt þar til Sandra hættir að biðja mig?*

    Líka líka ég: „Já!“

    Líka líka líka ég: *jæja, best að prófa að hlusta á Skálmöld*

    Sunnudagskvöld

    Líka líka líka líka ég: „Þetta er rosalegt!”



    PS: Það hjálpaði að vita nákvæmlega hvaða lög þeir myndu spila – nýjustu plötuna + fyrstu plötuna. Auðveldara en að þurfa að kynna sér allan katalóginn

    PPS: Já, nú hef ég komið í Hörpu

  • Fermd

    Fermd

    Nothing else matters

    Í kvöld hlaut Sandra rokklega fermingu

    James, Kirk, Lars og Robert þjónuðu fyrir altari

  • Hjálp

    Hjálpa Söndru að æfa sig og undirbúa og taka svo upp lestur á barnaljóð … á dönsku: 1 klukkutími

    Hjálpa Söndru að koma fokkings hljóðfælnum með ljóðaupplestrinum af fokkings símanum og inn á fokkings Chromebook tölvuna: 2 klukkutímar

  • Leit

    Sandra var mjög leið þegar hún kom niður í morgun.

    Sagði að hún hefði sofnað með airpods í eyrunum og svo þegar hún vaknaði fann hún bara annað þeirra.

    Hún var búin að leita út um allt — taka sængina úr sængurverinu og færa rúmið frá veggnum en fann ekkert.

    Ég fór upp til að hjálpa. Við færðum rúmið langt fram á gólf, tókum koddann úr koddaverinu, tókum dýnuna af, tókum lakið af dýnunni — hristum allt. Við ryksuguðum meira að segja. Mjög varlega

    Sandra fór meira að segja út og leitaði á pallinum undir glugganum.

    Við gáfumst upp og tókum pásu.

    Tveimur klukkutímum seinna situr hún og skrifar ritgerð, hallar sér aftur í stólnum, það kemur gretta á hana. Hún setur höndina aftur fyrir bak og verður eins og kleina í framan.

    AIRPODSINN VAR INNI Í TOPPNUM ALLAN TÍMANN!!

  • Gæsahúð

    Pabbi: *annars hugar*

    Sandra: „Það er svo oft sem ég fæ gæsahúð í augun!“

    P: …

    P. „Nei!!?“

  • Kalt

    Við Albert fylgdum Söndru í Kaplakrika þar sem hún var að spila á móti FH í Skessunni. Þetta var vissulega innanhúss, en það var kaldara inni en fyrir utan. Mér hefur bókstaflega aldrei verið svona kalt. Ég hef farið í sjósund í -1,9°C en mér varð ekki svona kalt.

    Í hálfleik spurði Albert hvort hann mætti fara úr kuldagallanum, hann væri að kafna úr hita

  • Á sleða

    Á sleða

  • Tjörnin

    Tjörnin

    Við Sandra og Telma kíktum í bæinn til að eyða smá jólapening