Tag: rant
-
Er Rice Crispies einhverntímann notað í eitthvað annað en kökur fyrir barnaafmæli?
-
Ég: Brjálaður þegar fyrirtæki svara ekki strax í símann. Líka ég: Brjálaður þegar starfsmaður svarar í síma frekar en að afgreiða mig.
-
Sýnist á öllum þeim myndum sem ég sé af mér alls ókunnugu fólki að Facebook þurfi að gera doldinn skurk í að kenna fólki á aðgangsstýringar
-
Ei saa peittää?
Hvað er að verða um þennan heim ef við erum orðin of góð fyrir „Ei saa peittää“?
-
Kæri hr Sennheiser, Hefurðu einhvern tímann séð mannshöfuð?
-
„Af hverju baka þau ekki kökur?“ Bjarni Benediktsson?
-
Ó, þá gleði að pósta vídeói á fb og fá engin læk af því fb hatar jútjúb
-
Sit krókloppinn í 3° hita í skautahöll meðan einhver spilar öll uppáhalds jólalögin sín á 11
-
Hvaða heilaþvegni pappakassi segir að venjulegt og honnínött sé bæði betra? Annað bragðast eins og pappi, en hitt er skv. skilgreiningu nammi
-
Getið þið ímyndað ykkur að hata heiminn nógu mikið til að finna upp á brauðsúpu?
-
Göngutúr
Fór í göngutúr í gærkvöldi og mætti stórum hóp af hælisleitendum. En í staðinn fyrir að stela af mér vinnunni, kveikja í mér og nauðga sögðu þeir bara kumpánlega “Hello!”
-
Pro tip: Ekki setja hégómanúmer á bílinn þinn ef þú ætlar svo að aka honum eins og fáviti