Tag: rant

  • Nuddarar

    Nuddarar: Af hverju tekur okkur enginn alvarlega? Við getum á einfaldan hátt hjálpað svo mörgum að líða betur!?!

    Líka nuddarar: Ó já, svo þegar þú ert búin í nuddi geturðu fengið höfuðbeina- og spjaldhryggsmeðferð og osteópatíu og bowen og allskonar kukl og hókus pókus!

  • Ég er búinn að fokka svo í algrímunum að instagram var að birta mér auglýsingu frá mua

  • Sexkantur?

    Eru Neytendasamtökin á forritinu?

    Ég keyrði tugi kílómetra, gekk tugi kílómetra í IKEA og keypti fyrir tugi þúsunda, en það var EKKI EINN EINASTI SEXKANTUR

  • Dring

    Satan: „Góðan daginn, Kristófer heiti ég hjá Tryggingar og ráðgjöf, má ég ræða við þig um líf- og sjúkdómatryggingar?“

    Ég: „Já, ef þú getur svarað einni spurningu fyrst“

    S: „Eeeee … já?“

    É: „Máttu hringja í fólk sem er x-merkt í símaskránni?“

    S: „Jaaa… hérna … þú … ég er ekki … öööö“

    … þrjár mínútur …

    Dring dring

    Satan: „Góðan daginn, Kristófer heiti ég hjá Tryggingar og ráðgjöf, má ég ræða við þig um líf- og sjúkdómatryggingar?“

  • Wake up sheeple!

    About the people who say “Wake up sheeple!”

  • Hmmm

  • Ef þú átt barn á leikskóla í Reykjavík færðu svona tölvupóst á hverju sumri.

    Ef þú átt tvö börn á leikskóla í Reykjavík færðu tvo svona tölvupósta á hverju sumri.

  • Telma tók þátt í skautasýningu. Settum vídeó með atriðinu á fb. Þökk sé fokkings höfundarréttarrugli er ÞÖGN í 40 sekúndur af 90 af því að það var verið að spila lag í fokkings bakgrunninum.

    Lagið heldur btw áfram hinar 50 sekúndurnar…

  • Ég er með hugmynd! Byrjum útsendinguna frá Söngvakeppninni á tveggja mínútna auglýsingu fyrir Söngvakeppnina

  • Sigurviss bæjarstjóri í Hvolpasveit er eins og Bjarni Ben: Það skiptir engu máli hvað hann gerir af sér, í næstu viku láta allir eins og ekkert sé.

  • gott í baksturinn?

    GOTT Í FOKKINGS BAKSTURINN?

    Jólakaramellur - gott í baksturinn
    Jólakaramellur – gott í baksturinn