Tag: pabbabrandarar
-
Ahhhh jólin! Skemmtilegasti tími ársins, þegar maður fær hlýju í hjartað við að renna yfir jólakveðjurnar á fb, grandskoðar allar fallegu myndirnar, telur fullorðna fólkið og reiknar út hverjir hafi skilið á árinu
-
Er hundur?
Hvernig veit hundur að hundur sé hundur? Ég fór semsagt að velta þessu fyrir mér á göngu með Húgó í morgun. Lemur í kjós að það er ekki vitað nákvæmlega hvernig hann veit það, en … hundur veit að hundur sé hundur. https://blogs.scientificamerican.com/dog-spies/do-dogs-know-other-dogs-are-dogs/
-
Smælki
Ég var a.m.k. tvær vikur að skræla þetta helvíti. Afraksturinn: 807 grömm af kartöflum, 595 grömm af flusi
-
Væri ekki soldið vesen að pakka henni inn?
-
Augu
PSA: Ef þér þykir vænt um augun þín, ekki sjúga hálsbrjóstsykur með menthol rétt á meðan þú ert með grímu
-
úfur í sauðagæru?
-
Eyði meiri tíma en ég kæri mig um að viðurkenna í vangaveltur um hvort líkindin með barnvænt og banvænt hafi einhvern tíma valdið veseni
-
Til hannyrða
-
Í gær var starfsdagur í skólanum svo ég þurfti að taka krakkana með mér hvert sem ég fór
-
Barn: „Elsku besti pabbi minn, ekki vera í símanum í allan dag! Gerðu það talaðu aðeins við mig!“ Pabbi: „Já en Sunna mín! Ég var búinn að segja þér að í dag er Sunnulaus símadagur!“
-
Hver skrifaði aftur bókina Ísleif heiti ég, kölluð Sleif?
-
Bakarí
Langar að opna ævintýralega gott bakarí: Brauðhetta og úlfurinn