Tag: pabbabrandarar

  • Smælki

    Ég var a.m.k. tvær vikur að skræla þetta helvíti. Afraksturinn: 807 grömm af kartöflum, 595 grömm af flusi

  • Væri ekki soldið vesen að pakka henni inn?

  • Augu

    PSA: Ef þér þykir vænt um augun þín, ekki sjúga hálsbrjóstsykur með menthol rétt á meðan þú ert með grímu

  • úfur í sauðagæru?

  • Eyði meiri tíma en ég kæri mig um að viðurkenna í vangaveltur um hvort líkindin með barnvænt og banvænt hafi einhvern tíma valdið veseni

  • Til hannyrða

  • Í gær var starfsdagur í skólanum svo ég þurfti að taka krakkana með mér hvert sem ég fór

  • Barn: „Elsku besti pabbi minn, ekki vera í símanum í allan dag! Gerðu það talaðu aðeins við mig!“ Pabbi: „Já en Sunna mín! Ég var búinn að segja þér að í dag er Sunnulaus símadagur!“

  • Hver skrifaði aftur bókina Ísleif heiti ég, kölluð Sleif?

  • Bakarí

    Langar að opna ævintýralega gott bakarí: Brauðhetta og úlfurinn

  • Saksóknari: „Þú ert ákærður fyrir að stela tvö hundruð milljónum. Hverju svararðu?“ Ég: „Sekur! hashtag BannaðAðDæma!“ Dómari: *blaðar örvæntingarfullur í lögbókum* „Hver grefillinn! Hann náði okkur!“

  • Yrði mér einhverntíma boðið í Kappsmál (engar áhyggjur, ég er allt of leiðinlegur og óspennandi), og fengi að velja uppáhalds orð, yrði orðið „þvera“ Notað í setningu: „Stór ökutæki þvera veginn“ Annars er ég almennt svag fyrir orðum sem byrja á „þv“ því mörg þeirra láta þig hljóma einþ og þú þért þoldið þmámæltur. Þvalur…