Tag: minning
-
Minning
Ég var að vinna á lyftara á lagernum hjá ÁTVR. Tókst að velta bretti með 50 kössum af Campari. 48 flöskur brotnuðu. Tók mig nokkra klukkutíma að moppa gumsið upp og ég var með hausverk í viku PS: Þetta myndi gera 352.800 krónur í dag
-
Minning
Sat kvíðinn og feiminn meðan tölvan ræsti sig og beið eftir að allir föttuðu að ég vissi ekkert hvað ég væri að gera í nýju vinnunni þegar ég heyrði einhvern garga „Dammit!! Why didn’t anyone tell me you canceled pimp day?“
-
Fótbolti
Mitt einasta kleimtúfeim er að í heimildarmyndinni um ísbílsgaurinn sést hann tala í símann um ferð sem hann vann á fótboltaleik. Ég var semsagt á hinum enda línunnar að þykjast vita eitthvað um UEFA Super Cup og Mónakó
-
Minning – Stöð 2
Í tilefni af umræðu á Twitter um Stöð 2 sem mælikvarða á ríkidæmi og þá rifjaðist upp fyrir mér að sem unglingur upplifði ég að við værum voða fátæk [spoiler!] Ég sé auðvitað núna að við vorum ekkert fátæk, en þetta var barningur og það var enginn peningur fyrir óþarfa eða prjáli Ég tók út…
-
Minning
Heimasíminn hringdi fyrir milljón árum. Rödd: „Er Eiríkur við?“ Ég, prakkari: „Nei, hann er úti í fjósi!“ R, hikar ekki augnablik: „Já?“ É: „Já, hann er að mjólka kúna“ *fliss* R: „Veistu hvenær hann kemur aftur?“ É: *gefst upp. á öllu*
-
minning
Heimasíminn hringdi fyrir milljón árum: Rödd, á ensku: „Er Christian við?“ Ég: „Neee, enginn Christian hér“ R: „Ertu viss?“ É: „Öööö, jaaá … frekar?“ R: „Er það ekki sonur þinn?“ É: „Neee“ R: „Hvað heitir þú?“ É: „siggi mús“ R: „Ekki Christian?“ É: „Neibbs“ R: „Hvaða númer er þetta?“ É: *segi númer* R: „Það er…
-
Minning
Skólaferðalag með dönskuvali í MS til Roskilde. Fjölskyldan sem ég gisti hjá bauð mér með yfir til Þýskalands daginn sem Þýskalöndin sameinuðust. Á leiðinni benti fósturpabbinn út um bílrúðuna með öndina í hálsinum: „Sjáðu!“ Ég sá ekkert. FP: „Sjáðu!“ Ég: *starði* „Ég sé ekki neitt!!“ FP: *mjög dramatískur* „TRÉ!!“
-
Minning – vegabréf
Fór á lögreglustöðina við Hlemm að endurnýja vegabréf. Fékk lítið blað sem þurfti að fylla út – nafn, augnlit, hárlit, og ýmislegt fleira. Hæð. Þarna var ég — óharðnaður ungur maður umkringdur þjónum réttvísinnar — og það hljóp einhver púki í mig. Ég leit upp, svipaðist um. Það var enginn að horfa. Ég bograði yfir…
-
Minning
Nýbyrjaður í markaðsdeild fyrirtækis. Fékk bréf frá frkvstj. til yfirlestrar. Lagaði innsláttarvillur — og tvö bil eftir punkta — sendi til baka. Eftir tvær mínútur hringir borðsíminn eins og erindið sé áríðandi. Frkvstj, hvass: „Við skulum hafa það á hreinu góði minn að ég er yfir-prófarkalesari fyrirtækisins !“ „Svona eru bara reglurnar !“ bætti hann…
-
5 störf
5 störf sem ég hef unnið við
-
Minning
Hyldjúp, óþægilega kunnugleg rödd í símanum biður um Jóhannes Guðnason. Ég (ca. 12): „Öööö, það er pabbi, en ég held að hann sé vitlaus Jóhannes!“ Gvendur Jaki: „Kannski er faðir þinn ekki sá sem ég er að leita að, en ég neita að trúa því að hann sé vitlaus!“
-
Alltaf þegar einhver benti á mig og sagði, „Nei voðalega er hann orðinn stór!!“ svaraði mamma: „Veistu, hann hefur aldrei verið lítill“ Þegar ég var kannski fimm ára sá mamma mynd af kunnuglegum dreng uppi á vegg á Barnaspítala Hringsins. Hananú?!?? Neinei, bara stærsta barn sem hafði fæðst þar… (24 merkur, 58 cm) https://www.ruv.is/frett/eitt-staersta-barn-sem-faedst-hefur-her-a-landi