Ég var að vinna á lyftara á lagernum hjá ÁTVR.
Tókst að velta bretti með 50 kössum af Campari. 48 flöskur brotnuðu.
Tók mig nokkra klukkutíma að moppa gumsið upp og ég var með hausverk í viku
PS: Þetta myndi gera 352.800 krónur í dag
Ég var að vinna á lyftara á lagernum hjá ÁTVR.
Tókst að velta bretti með 50 kössum af Campari. 48 flöskur brotnuðu.
Tók mig nokkra klukkutíma að moppa gumsið upp og ég var með hausverk í viku
PS: Þetta myndi gera 352.800 krónur í dag
Sat kvíðinn og feiminn meðan tölvan ræsti sig og beið eftir að allir föttuðu að ég vissi ekkert hvað ég væri að gera í nýju vinnunni þegar ég heyrði einhvern garga „Dammit!! Why didn’t anyone tell me you canceled pimp day?“
Mitt einasta kleimtúfeim er að í heimildarmyndinni um ísbílsgaurinn sést hann tala í símann um ferð sem hann vann á fótboltaleik.
Ég var semsagt á hinum enda línunnar að þykjast vita eitthvað um UEFA Super Cup og Mónakó
Í tilefni af umræðu á Twitter um Stöð 2 sem mælikvarða á ríkidæmi og þá rifjaðist upp fyrir mér að sem unglingur upplifði ég að við værum voða fátæk
[spoiler!] Ég sé auðvitað núna að við vorum ekkert fátæk, en þetta var barningur og það var enginn peningur fyrir óþarfa eða prjáli
Ég tók út ómælda þjáningu að fá ekki Millet úlpu EINS OG ALLIR HINIR, heldur bara einhverja no-name eftirhermu úr Hagkaupum
Við bjuggum í blokk í Hraunbæ, en næstum allir vinir mínir í risastórum rað- og einbýlishúsum á tveimur eða þremur hæðum í Selásnum. Og þeir áttu alltaf meira, nýrra og flottara dót
Þegar Stöð 2 byrjaði fórum við systkynin strax að jarma um að kaupa áskrift
Mamma sagði bara að þetta væri dýrt, og sérstaklega að myndlykillinn kostaði TÓLF ÞÚSUND KRÓNUR!!
[Já, það þurfti að KAUPA myndlykilinn! Og já, TÓLF ÞÚSUND KRÓNUR!! var heilmikill peningur. Þetta var ekki svo löngu eftir myntbreytinguna!]
Ég hafði í einhvern tíma séð um nánast öll matarinnkaup heimilisins – kjagað í Nóatún með innkaupalista, hrúgað í innkaupakerru og lét svo skrifa allt heila klabbið í reikning!
[Ég var rétt fimmtán ára]
Ég samdi við mömmu um að ef ég gæti sparað TÓLF ÞÚSUND KRÓNUR!! af matarreikningnum í desember myndi mamma kaupa myndlykil og áskrift
Djöfull var ég grjótharður: – „Bíddu bíddu, TVÆR fernur af mjólk? Heldurðu að við séum kóngafólk?“ – „Ekkert væl! Það eru pylsur í matinn í kvöld og afgangar á morgun!“
Fljótlega rann upp fyrir mömmu að það væri auðvitað ekkert hægt að láta þennan harðstjóra og nánös sjá um að kaupa inn jólamatinn, svo hún tilkynnti mér upp úr miðjum mánuði að þetta væri komið. Við fengum Stöð 2
Þetta var semsagt sagan af því þegar ég svelti fjölskylduna mína í desember, sparaði TÓLF ÞÚSUND KRÓNUR!! og fékk að sjá Twin Peaks og Northern Exposure
Myndir sem fanga tíðarandann:
#minning
— siggi mús (@siggimus) November 17, 2020
Í tilefni af umræðu hér um Stöð 2 sem mælikvarða á ríkidæmi og þá rifjaðist upp fyrir mér að sem unglingur upplifði ég að við værum voða fátæk
1/13
Heimasíminn hringdi fyrir milljón árum.
Rödd: „Er Eiríkur við?“
Ég, prakkari: „Nei, hann er úti í fjósi!“
R, hikar ekki augnablik: „Já?“
É: „Já, hann er að mjólka kúna“ *fliss*
R: „Veistu hvenær hann kemur aftur?“
É: *gefst upp. á öllu*
Heimasíminn hringdi fyrir milljón árum:
Rödd, á ensku: „Er Christian við?“
Ég: „Neee, enginn Christian hér“
R: „Ertu viss?“
R: „Er það ekki sonur þinn?“
É: „Neee“
R: „Hvað heitir þú?“
É: „siggi mús“
R: „Ekki Christian?“
É: „Neibbs“
R: „Hvaða númer er þetta?“
É: *segi númer*
R: „Það er númerið sem Christian gaf mér!!!!“
É: „Nú?“
R: „Af hverju lét hann mig fá þetta númer ef hann býr ekki þarna?“
É: „Tjah, ég veit ekki hvað gengur á í hausnum á Christian…“
R: „Hvar býrðu?“
É: „Þorfinnsgötu bleble“
R: „Já, hann býr einmitt í næsta húsi!“
É: „Jahá!“
R: „Já, þetta er beint á móti spítalanum!!“
É: „Tja, ekki alveg beint…“
R: „Jú, þetta er beint á móti spítalanum!! Þekkirðu ekki Christian?“
É: „Nei, ekki frekar en rétt áðan“
R: „Þekkirðu ekki nágranna þinn?“
É: „Nei, ég þekki ekki nágranna minn“
R: „En af hverju er Christian að láta mig fá númerið hjá nágranna sínum ef hann þekkir þig ekki?“
É: „Kannski væri betra að spyrja Christian að því..?“
R: „Heyrðu, ég prófa kannski að hringja í *segir símanúmerið mitt* og spyrja eftir Christian!“
É: „Gerðu það endilega“
1/5 #minning #súrrealísksímtöl
— siggi mús (@siggimus) November 8, 2020
Heimasíminn hringdi fyrir milljón árum.
Rödd, á ensku: „Er Christian við?“
Ég: „Neee, enginn Christian hér“
R: „Ertu viss?“
É: „Öööö, jaaá … frekar?“
R: „Er það ekki sonur þinn?“
É: „Neee“
R: „Hvað heitir þú?“
É: „siggi mús“
Skólaferðalag með dönskuvali í MS til Roskilde.
Fjölskyldan sem ég gisti hjá bauð mér með yfir til Þýskalands daginn sem Þýskalöndin sameinuðust.
Á leiðinni benti fósturpabbinn út um bílrúðuna með öndina í hálsinum: „Sjáðu!“
Ég sá ekkert.
FP: „Sjáðu!“
Ég: *starði* „Ég sé ekki neitt!!“
FP: *mjög dramatískur* „TRÉ!!“
Fór á lögreglustöðina við Hlemm að endurnýja vegabréf. Fékk lítið blað sem þurfti að fylla út – nafn, augnlit, hárlit, og ýmislegt fleira. Hæð.
Þarna var ég — óharðnaður ungur maður umkringdur þjónum réttvísinnar — og það hljóp einhver púki í mig.
Ég leit upp, svipaðist um. Það var enginn að horfa.
Ég bograði yfir blaðið, eins og til að forðast það að einhver ósýnilegur maður gæti horft yfir öxlina á mér.
Ég skrifaði 190 cm.
Ég hafði semsagt kvalist ógurlega yfir því að vera bara 189 cm, haft af því mikla minnimáttarkend því að mér fannst ég svo nálægt miklu fallegri tölu.
Síðan hef ég veifað þessu sem órækri sönnun þess að ég sé einmitt 190 cm, en ekki einhver 189 cm dvergur: Það stendur 190 cm í passanum!
Samt alltaf með óbragð í munni.
Þetta var fyrir óralöngu, sennilega var ég að endurnýja vegabréfið í fyrsta sinn. En ég hef aldrei gleymt þessu, þó enginn vissi.
Ég hef aldrei litið stórt á mig. Ég hef alltaf haldið mun ítarlegri lista yfir annmarka mína en kosti, og ósjaldan básúnað ótal lesti mína á torgum.
En þetta, þetta var svartur blettur á mannorði mínu. Ósýnilegur, en samt svartur. Svæsið dæmi um hégóma sem ég annars vildi ekkert kannast við.
Mér datt þetta semsagt í hug af því ég var í heilsufarsskoðun og skv. einhverri ógurlega fínni og flottri og nýmóðins græju var ég 190,9 cm.
#minning
— siggi mús (@siggimus) July 4, 2020
Fór á lögreglustöðina við Hlemm að endurnýja vegabréf. Fékk lítið blað sem þurfti að fylla út – nafn, augnlit, hárlit, og ýmislegt fleira. Hæð.
Þarna var ég — óharðnaður ungur maður umkringdur þjónum réttvísinnar — og það hljóp einhver púki í mig.
Nýbyrjaður í markaðsdeild fyrirtækis. Fékk bréf frá frkvstj. til yfirlestrar. Lagaði innsláttarvillur — og tvö bil eftir punkta — sendi til baka. Eftir tvær mínútur hringir borðsíminn eins og erindið sé áríðandi.
Frkvstj, hvass: „Við skulum hafa það á hreinu góði minn að ég er yfir-prófarkalesari fyrirtækisins !“ „Svona eru bara reglurnar !“ bætti hann við, „Það eiga að vera tvö bil á eftir punkti !“
Skömmu seinna sagðist hann vilja hafa bil fyrir framan spurninga- og upphrópunarmerki: „Mér finnst það fallegra þannig.“ Bætti svo við: „Spurninga- og upphrópunarmerkið er auðvitað ekki bara fyrir síðasta orðið í setningunni, heldur alla setninguna !?!“
Hann kunni ekki að meta durg, svo ég spurði aldrei hvort punktar og kommur væru „bara fyrir síðasta orðið í setningunni.“
Óforbetranlegur besserwisser. Sem þýðir að þessa dagana situr hann, skrifar lesendabréf í Moggann og þrætir við tölvuna: „Heyrðu góða ! ÉG er yfir-prófarkalesari á þessu heimili ! Þú segir mér ekki fyrir verkum !“
The one-spacers have won. Microsoft Word now showing 2 spaces after a period as an error.
— Alan Chen (now on bsky.social too) (@profalankchen) April 10, 2020
5 störf sem ég hef unnið við
1. Kúreki í Ísafjarðardjúpi
— siggi mús (@siggimus) March 28, 2020
2. Átöppun hjá ÁTVR
3. Textun barnaefnis fyrir Stöð 2
4. Prófarkalestur á vikublaðinu The Baltic Times
5. Tók myndir af apótekum í R?ga https://t.co/p1no4rHyk7
Hyldjúp, óþægilega kunnugleg rödd í símanum biður um Jóhannes Guðnason.
Ég (ca. 12): „Öööö, það er pabbi, en ég held að hann sé vitlaus Jóhannes!“
Gvendur Jaki: „Kannski er faðir þinn ekki sá sem ég er að leita að, en ég neita að trúa því að hann sé vitlaus!“
Hyldjúp, óþægilega kunnugleg rödd í símanum biður um Jóhannes Guðnason.
— siggi mús (@siggimus) January 23, 2020
Ég (ca 12): „Öööö, það er pabbi, en ég held að hann sé vitlaus Jóhannes!“
Gvendur Jaki: „Kannski er faðir þinn ekki sá sem ég er að leita að, en ég neita að trúa því að hann sé vitlaus!“#1xvar #minning
Alltaf þegar einhver benti á mig og sagði, „Nei voðalega er hann orðinn stór!!“ svaraði mamma: „Veistu, hann hefur aldrei verið lítill“
Þegar ég var kannski fimm ára sá mamma mynd af kunnuglegum dreng uppi á vegg á Barnaspítala Hringsins. Hananú?!?? Neinei, bara stærsta barn sem hafði fæðst þar… (24 merkur, 58 cm)
https://www.ruv.is/frett/eitt-staersta-barn-sem-faedst-hefur-her-a-landi