Tag: listening

  • Esjan

    Peak miðaldra ég: Fyrsta skipti sem ég heyrði Esjan með Bríeti var þegar fjögurra ára sonur minn söng það nánast allt fyrir okkur

  • Þegar fjögurra ára drengur á tíu ára systur sem hlustar mikið á 6ix9ine getur það endað með því að ungi maðurinn hleypur um allt syngjandi punani nani nani – punani nani nani gæti sosum verið verra

  • Útaf sottlu

  • Tindersticks

  • Minning

    Fyrir mörgum árum keypti ég plötuna Giant Steps með Boo Radleys. Ég var gersamlega heillaður og hlustaði mikið á diskinn, fannst þeir vera að gera virkilega skemmtilega hluti. Skemmtilegt sánd. Allskonar. Öðruvísi Ég er sökker fyrir feitum bassa Brassið kemur sterkt inn Það er alveg hægt að hlusta á þetta ennþá Svo fór ég í…

  • Nokkrar reglur sem Albert, þriggja og hálfs, hefur lært af Laginu um það sem er bannað:

  • Hengí pengí

    Telma: „Hvað þýðir hengí pengí?“ Pabbi: „Hmmm… Meinarðu hanky panky?“ T: „Já“ P: „Öööööööööö, að gera eitthvað sem má ekki, þegar þú ert … óþekk” T: „Það er hengí pengí í Barbí görl“

  • Albert: „Pabbi, é vil padda piss í æpadinn!“ Sjálfsagt, sonur sæll, auðvitað langar þig að hlýða á All about that Bass í spjaldtölvunni

  • minning

    Á bernskuheimilinu var ekki mjög mikið um tónlist. Jújú, Emil í Kattholti, Mini-Pops og eitthvað fleira, en svo var þetta Richard Clayderman, Boney M, Goombay Dance Band og fleira af því sauðahúsi. Nema.. …í kringum 1981 (ég var 9-10 ára), gerðist mamma áskrifandi að seríunni History of Rock. Við áttum ekki plötuspilara, svo nokkrum sinnum…

  • Drullum-sull

    Ef ég set Eniga Meniga á fóninn þegar ég ek að heiman heyri ég þetta þegar ég kem í Leirvogstungu: Hver við skítinn, hver vill reykinn? Hver vill sjóinn illa út leikinn? Líttu inn í Leirvoginn, ljótur er þar haugurinn. Olga Guðrún – Drullum-sull af Eniga Meniga Það þarf ekki mikið til að gleðja gamlan…

  • eff æ ar í æ en sí ei æ ar ó

    Man enn gæsahúðina sem ég fékk í Húnaveri verslunarmannahelgina ’89 þegar ég gekk fram á einhvern snilling með Standing on a Beach í gettóblasternum Spáið í að gera þessa plötu árið 1985!

  • Five years

    Cowboy Junkies með hreint ágæta útgáfu af Five Years hans Bowie Ekki að hans útgáfur hafi verið neitt slor