Tag: life

  • Vinur sem æfði handbolta kveður eftir heimsókn

    Albert: „Pabbi, viltu horfa á handbolta í kvöld, Ísland er að spila við eitthvað land“

    Pabbi: „Grænhöfðaeyjar“

    A, við vsæh: „Grænhöfðaeyjar! Það er rétt hjá Tenerife!“

  • Mánudagur

    Mánudagasti mánudagur í mánudaga minni!

    Eftir rúm 11 ár á hinu illræmda Kjalarnesi hef ég loksins náð stórum áfanga í því að verða innfæddur! Ég var einn af þeim fjölmörgu sem fór útaf veginum í morgun og endaði í snjóskafli.

    Ég fór samt ekki útaf á milli Esjumela og Mosfellsbæjar eins og allir hinir. Onei, ég blindaðist í skafrenningi og fór útaf rétt áður en nýja tvöfalda kaflanum lauk, bara til að vera öðruvísi.



    PS: Allt í lagi með mig utan stóra og ljóta skrámu á egóinu.

    PPS: Búinn að sækja lilla, sem er í toppstandi, enda ekki með neitt egó.

  • Kvíði

    Ég er ekki að segja að ég borði einhæfan morgunmat, en þegar Ance spurði af hverju ég yrði að fara í búð á aðfangadag sagði ég „ab-mjólkurkvíði“

  • Saman

    Ég er ekki að segja að ég hafi verið með slæma magakveisu í gær, en það fóru 3kg og ég er með harðsperrur í brjóstkassanum


    Var búinn að liggja náfölur í rúminu í 14 tíma (utan þess að staulast reglulega á snyrtinguna) þegar Ance skreið uppí og játaði sig sigraða

    Einhverjum klukkutímum síðar, þegar við vorum aðeins farin að hressast og spjalla sagði ég: „Jæja, þú getur nú ekki sagt að við gerum aldrei neitt saman“

  • Beiðni

    Albert lagði fram formlega beiðni um meiri skjátíma

  • Skrýtið

    Albert: „Ef það er einn strákur og tvær stelpur að leika—skrýtið. En ef það eru tveir strákar og ein stelpa—ekki skrýtið!“

    Pabbi: „Haaaa? Af hverju?“

    A: „Only eight year olds understand“

  • Að sjálfsögðu!

    Ance: „Ertu búinn að sækja vegabréfið hennar Telmu?“

    Ég: „Ööö…“

    A: „Ertu búinn að setja reminder?“

    *30 sekúndur líða*

    É: *móður* „Að sjálfsögðu!“

  • Ókeypis

    Þökk sé Outlook get ég nú loksins merkt við að ég verði Ókeypis í fríinu

  • Lemur

    Pabbi: „Blablabla … en það lemur í Kjós!“

    Sandra: „Þú varst alltaf að segja þetta þegar ég var lítil og ég hélt alltaf að þú værir að segja lemúr í Kjós! Og ég vissi ekki hvað lemúr er, hélt það væri eitthvað stórt dýr…“

  • Engin pása

    Ég sat og aðstoðaði dóttur mína—sem er ekki alveg þolinmóðasta manneskja í heimi—við heimanám

    Albert kemur til mín með tár á hvarmi og knúsar mig innilega

    Pabbi: „Hvað er að?“

    Albert: „Ég er svo leiður að þú fékkst enga pásu“

    Pabbi: „Pásu?“

    A: „Fyrst var ég óþekkur smákrakki og einmitt þegar ég hætti því varð Sandra unglingur og fékk unglingaveikina. Bráðum fær Telma unglingaveikina og áður en henni batnar verð ÉG örugglega kominn með unglingaveikina!“

  • Ókunnugir

    Pabbi: „Ertu í Roblox? Þú veist að það má ekki tala við ókunnuga í Roblox er það ekki?“

    Albert: „Ert þú ekki alltaf að tala við ókunnuga á Twitter?“

  • Eins og skóli

    Keyrum framhjá Litla hrauni

    Pabbi: „Sérðu! Fangelsi!“

    Albert: „Þetta er alveg eins og skóli!“

    P: „Haaa? Er svona girðing þar?“

    A: „Í leikskólanum“


    Ekki í fyrsta skipti sem hann gerir þessa tengingu:

    Girðingin