Lýsi eftir einhverjum til að spá í bolla


Lýsi eftir einhverjum til að spá í bolla
Einhver er greinilega ekki mjög flínkur að telja því það eru augljóslega tvær osom mýs hér!
/someone obviously hasn’t learnt to count very well because there are clearly two awesome mice here!
Gengur ljómandi vel eftir að við losnuðum við börnin
Matseðillinn á „Góða kaffihúsinu“
Get alveg mælt með ostasúpunni. Bíð eftir að prófa fiskana
Fiskarnir, frönskurnar og espressóið. Allt afbragðsgott og meðmæla verðugt
NB: Ég kom sjálfur með stútkönnuna
366 daga gamall
Ekki byrjaður að ganga, ákvað að þess yrði ekki þörf fyrst hann væri farinn að hjóla
/366 days old
Has not started walking. Decided it wouldn’t be needed as he can bicycle
Þegar þú heldur á 364 daga syni þínum nýsofnuðum og heyrir suðið í moskítóflugu sem er að plotta árás á þig
…en nærð að halda ró þinni í 5 mínútur, leggja barnið og nærð helvítinu svo með flugnaspaða — á flugi — án þess að drengurinn vakni
Nú skal baðað sig
litla fólkið vill vera með
Laugardagur. Síminn hringir. Ance. Nema þetta var ekki Ance. Þetta var…
Telma: „Hæ pabbi! Hvað ertu að gera? Ertu í vinnunni?“
Pabbi: „Nei, engin vinna í dag, ég var að koma heim úr búð! Hvað ert þú að gera?“
T: „Ég er að gera leikrit í Lettlandi. Sandra vill ekki horfa. Mamma er að lesa bók í Lettlandi. Ég var að hjóla með engin hjálpardekk! Opis keypti nýtt hjól í Lettlandi“
P: „Mér heyrist vera gaman … í Lettlandi“
T: *fliss* „Já! Í kvöld erum við að fara í bað í Lettlandi“
Ance (í bakgrunni): „Telma, hvað ertu að gera?“
T: „Ég er í símanum í Lettlandi!“
A: „Ertu í símanum í alvörunni? Við hvern ertu að tala? Ertu nokkuð að stelast til að hringja í pabba til Íslands?“