Tag: Kúlugúbbar

  • Krakkarúv

    Albert: *sest í sófann við hlið pabba*

    Pabbi: …

    A: *hneykslaður* „Pabbi! Það er Krakkarúv í sjónvarpinu og þú situr bara í símanum!“

    P: „Ó! Á ég að horfa á Kúlugúbba?“

    A: „Já!“ *kveikir á spjaldtölvunni og fer í Roblox*

  • Kúlugúbbar kenna yngri kynslóðinni að senda bréf, sem mun koma í góðar þarfir ef þau einhvern tíma fara aftur í tímann og þurfa bráðnauðsynlega aðstoð innan 2ja til 3ja vikna

  • Kýr

    Kúlugúbba-kýr eru með framfætur og sporð

  • Hvernig er það, eru kúlugúbbar hafbúar (hafmeyjar og hafmenn) eða einhverjir viðrinis-fiskar með risastór mannshöfuð?

  • Þríhyrna

    „Þetta er ekki nashyrningsrisaeðla! Þetta er þríhyrna!“

    6 ára barn gargar á Kúlugúbbana

  • Kúlugúbbar

    Kúlugúbbarnir, þið vitið, þessir sem koma loftbólur úr munnunum á þegar þeir anda, voru að lenda í snjóflóði