
Listunnandi dáist að listaverki stóru systur
Art lover admiring big sister Sandra’s work of art
Listunnandi dáist að listaverki stóru systur
Art lover admiring big sister Sandra’s work of art
Telma: „Pabbi …“ *togar í ermi*
Pabbi beygir sig niður og ber eyrað að munni Telmu.
Telma *hvíslar*: „Ég þarf að segja þér leyndarmál. Albert var að leika sér með tannbursta og henti Söndru bursta í klósettið. En þetta er allt í lagi, ég er búinn að skola hann og setja á sinn stað“
Kaupi einn banana: Étinn innan fimm mínútna frá því ég kem heim úr búðinni. 10 mínútur: „Meiri banana!“
Kaupi tvo banana: Étnir innan fimm mínútna frá því ég kem heim úr búðinni. 10 mínútur: „Meiri banana!“
Kaupi þrjá banana: Liggja ósnertir í þúsund ár.
Cowboy Junkies með hreint ágæta útgáfu af Five Years hans Bowie
Ekki að hans útgáfur hafi verið neitt slor
Tengdapabbi skilur ekki nema stakt orð í íslensku, en ef hann skildi meira myndi hann líkast til stynja yfir kveinstöfum Jóns Baldvins og klaustursdóna og segja raunalega: „Þarna misstu þeir af frábæru tækifæri til að þegja!“
Feluleikur
Barn öskrar leiðbeiningar: „Það verður að telja upp’í sófa!“
Pabbi, kankvís: „Hvernig telur þú upp í sófa? Einn, tveir, þrír, fjórir, fimm, sex, sófi?“
Pabbi: *veltist um af hlátri*
Oft hefur mig langað í kú, en aldrei eins og núna
Største hunden jeg har sett, ihvertfall. Kult. pic.twitter.com/V4hhd7ImGS
— Halvor Ravn Holøyen?? (@Cuervo3) February 3, 2019
Telma: „Pabbi megum við hlusta á jólalög?“
Pabbi: „Jólalög?! En það er kominn febrúar!“
T: „ … megum við þá hlusta á febrúarlög?“
Ps: Ef börnin mín spyrja, þá er Gling-Gló febrúarlög
„Pabbi, lánaðu mér símann þinn, ég þarf að taka eina mynd!“