Að vera smá veikur heima: Kúra í sófanum og horfa á alla þá vitleysu sem þú vilt í sjónvarpinu.
Að vera smá veikur heima með tvö smá veik börn: Ekkert pláss í sófanum og horfa á alla þá Hvolpasveit sem þau vilja í sjónvarpinu
Að vera smá veikur heima: Kúra í sófanum og horfa á alla þá vitleysu sem þú vilt í sjónvarpinu.
Að vera smá veikur heima með tvö smá veik börn: Ekkert pláss í sófanum og horfa á alla þá Hvolpasveit sem þau vilja í sjónvarpinu
Þrjú börn
Ef ég lifi má taka af mér sjálfræðið
Sosum eftir öðru að loksins þegar tvít frá mér kemst í fjölmiðla er það #pabbatwitter um hvað það hafi verið hræðileg hugmynd að eignast þrjú börn (FYI endaði ég í 39,3°c eftir orrustuna um Jóladagatal Skoppu og Skrítlu, en er nú hitalaus (& á lífi!)):
Þrjú hér ?
— siggi mús (@siggimus) February 28, 2019
2,5 ára með hlaupabólu
7 ára komin niður í 37,4°C
8,5 ára með 38,4°c
Mamman á kvöldvakt
Pabbinn með 38,1°c
Ef ég lifi má taka af mér sjálfræðið#pabbatwitter
Telma: „Albert, ertu með hlaupabólu?“
Albert: „Nei! Ekki hlaupa, labba!“
Uppeldið á leikskólanum að skila sér heim
Sandra, með örlítinn hita: *skríður mjög rólega fram og aftur stofugólfið á fjórum fótum í þrjár mínútur*
Pabbi: „Hvað ertu að gera?“
S: „Ég veit það ekki. Held ég sé að herma eftir skjaldböku“
Hef tveggja og hálfs árs son minn sterklega grunaðan um að laumast í myndbönd af Gunna Nelson þegar ég sé ekki til
Sjö ára stúlka les: „Syndir … ferðanna“
Barn: „Hringdu bjöllunni!“
Pabbi: *ýtir*
Barn: *ding-dong*
Barn: „Æ, þú vaktir hann! Blástu!“
Pabbi: *blæs*
Barn: „Æ, þú ruglaðir hárinu hans! Gefðu honum fæv“
Pabbi: *gefur fæv*
„Æ, þú drapst hann! “
Glæpur gegn mankini!
Nú orðið líður mér reglulega eins og ég sé gamall. (ég er auðvitað að verða gamall, en samt!).
Mér finnst ég samt aldrei eins gamall og þegar hárgreiðsludama í miðjum klíðum spyr: „Viltu að ég snyrti augabrýrnar aðeins?“
„já, er þetta Instagram? ég held að algóryþminn hjá þér sé búinn að fá heilablóðfall; hann heldur að ég trúi á hindurvitni“
„Af hverju kemur Björk aldrei?“