Tag: íslenska

  • Vesen

    Þegar Albert lendir í veseni í æpaddnum: „Pabbi, bílað júpúp!“

  • Heimsókn á skautasvell

    Heimsókn á skautasvell

    Ung stúlka rifjar upp nýlega heimsókn föður síns á skautasvell.

    Það eina sem vantar á myndina er grindin sem gamli maðurinn ríghélt sér í

  • Ber

    Telma: „Má ég segja brandara? Það voru tvö ber og eitt berið sagði „Mér er kalt.“ Þá sagði hitt berið: „Það er ekki skrítið, því þú ert ber!““

    Pabbi: „Haha, þetta var fyndið!“

    Sandra: „Hey! Þegar ég sagði þennan brandara um daginn þá fórstu ekkert að hlæja og sagðir bara „Ertu ekki alltaf að segja þennan?““

  • Þvottavél

    Það er kannski um ár síðan Albert lærði að setja þvottavélina í gang. Það kemur ákaflega skemmtilegt píp-píp hljóð sem vekur kátínu hjá litlum pjökkum. Stundum verða hreinlega illindi ef einhver annar gerir píp-píp.

    Hann verður þriggja ára í sumar, og er nú, örlítið á undan áætlun, búinn að læra að kveikja á þvottavélinni, velja prógramm og setja hana svo í gang.

    Næst á dagskrá: Ræða aðeins við hann um af hverju við setjum yfirleitt föt í vélina fyrst.

  • Heitt

    Telma: „Úff hvað mér er heitt! Ég er alveg að svitna!“

    *fimm mínútur líða*

    T, úr eldhúsinu: „Pabbi, við þurfum að kaupa stærri frysti!“

    P: „Af hve … NEEEEEI, EKKI FARA INN Í FRYSTISKÁPINN!“

  • Framtíðin

    Rifjast upp fyrir mér að fyrir 20 árum steig ég skrefið inn í framtíðina og færði mín bankaviðskipti öll [ehem] í Netbankann – nb.is.

  • Vandamál

    Eiginkonan vill meina að ég eigi við vandamál að stríða

  • 17 sinnum

    Heilsufarsskoðun í vinnunni í dag, sem þýðir að ég er 17 sinnum lengur en venjulega að aflæsa símanum

  • D-vítamín

    Ég: Skil ekki alveg hvernig ég gat endað með alvarlegan d-vítamínskort þegar ég er bara frekar duglegur að taka lýsi ?

    Líka ég: Ó

  • Of stórt

    Gamall maður reynir að panta af internetinu en kaupir óvart allt of stórt, pt. cxvi

    • Heilsuúr — ólin nær utan um um ökklann

    Gamall maður reynir að panta af internetinu en kaupir óvart allt of stórt, pt. cxv

    • Bók — sérútgáfa með letri fyrir sjóndapra

    oldmanontheinternet.gif

  • Hjólatúr

    Svona fyrst hjólin hrundu ekki af og særðu einhvern til ólífis þori ég að birta myndir. (við ókum 33km til að hjóla 6km og keyra svo 33km til baka)

  • Emil

    Tvennt sem ég var búinn að gleyma frá því ég las Emil í Kattholti sem barn:

    • Heilu blaðsíðurnar teknar undir lýsingar á veisluföngunum þegar mikið stendur til
    • Lína var endalaust að kasta hnakka